Morgunmaturinn var snæddur úti á tröppum í hreint út sagt unaðslegu veðri.
Ég er yfir mig ástfangin af haustinu. Ég fell fyrir því á hverju ári.
Ég skrapp í sturtu í morgun og skildi afkvæmið eftir yfir teiknimyndunum. Þegar ég kom fram var hann búinn að næla sér í örugglega líter af Pepsi (max - auðvitað því annað er ógeð) og fulla skál af súkkulaði. Ég vissi ekki hvort ég átti að skamma hann eða hrósa honum fyrir sjálfsbjargarviðleitni.
Jæja. Kaffibolli númer fjögur bíður mín. Í dag skal ég skrifa eins og vindurinn. Vindurinn segi ég!
Heyrumst.
Eigðu góðan dag mín kæra :)
ReplyDeleteánægð með afkvæmið, hann er klárlega sonur móður sinnar að reddda sér svona ;)
hilsen úr haustsólinni á seyðis,
Halla
sömuleiðis halla mín!
Deleteó já - hann kann svo sannarlega að redda sér þessi elska!
Haha mer finnst otrulega fyndin og skemmtileg typa - à greinilega ekki langt ad saekja thad
ReplyDeleteXxx b
ó þú er besta b í heimi!
DeleteÉg er búin að kíkja svona 7 sinnum á bloggið í dag í þeirri veiku von að þú sért búin að blogga eins og vindurinn í dag. Æðislegt blogg hjá þér, svo skemmtilega einlæg og hreinskilin =)
ReplyDeletekv,
Auður
hahahahahaha. ó takk fyrir! en mín blessaða lokaritgerð hefur átt hug minn allan í dag, því miður! ;)
Delete