Af því stórmerkilega tilefni ákvað ég að taka saman fimm færslur sem ég held hvað mest upp á af þessum fimmhundruð. Stórskemmtileg hugmynd, ekki satt?
(Þið klikkið bara á feitletraða titilinn til þess að fara inn í færsluna sjálfa).
Fimm furðulegir hlutir á fimmtudegi - þessi færsla vakti mikil og skemmtileg viðbrögð. Og mér leið eins og eins og mesta furðufugli í heimi. Ég stunda grimmt alla þessa ávana sem ég nefni í færslunni enn þann dag í dag. Ég var einmitt að ljúka við dós af vanilluskyri með vænum klump af hnetusmjöri út í.
Í ömmu&afakoti - þessa færslu þykir mér mjög vænt um. Aðallega vegna þess að þetta var í síðasta sinn sem ég heimsótti hjartans afa minn. Þegar ég skoða þessar myndir finnst mér ég vera komin heim til ömmu og afa. Það er dásamleg tilfinning.
Góðar minningar - já lömbin mín, ég og Leoncie erum vinkonur. Ef þið klikkið á linkinn þá má finna fleiri myndir af okkur píunum. (Þessar myndir eru nota bene teknar fyrir 10 árum. Ég er miklu myndalegri í dag. Ég sver það).
Blast from the Past - einkar skemmtileg færsla. Ég eyddi heilu kvöldi á timarit.is að grafa upp gullmola um sjálfa mig. Ég fann þá þónokkra. Því miður.
Up close and personal: að vera sáttur við sjálfan sig - þessa bloggfærslu þykir mér hvað allra vænst um. Bæði vegna þess að það var ákaflega erfitt að skrifa hana en að sama skapi mjög frelsandi. Þetta var skrifað í nóvember í fyrra þannig að þessi færsla var með þeim allra fyrstu. Hún er nú samt sem áður ein sú mest lesna.
Ég les hana annað slagið svona til þess að minna mig á hvað ég hef það gott núna.
Nóg í bili.
Heyrumst fljótt.
Rosalega er ég glöð með að hafa fundið link a bloggið þitt a trendnet. Þú ert ekkert smá skemmtilegur penni og mér finnst tú svo fyndin. Hlakka alltaf til ad kíkja hérna inn þó ég þekki þig ekki persónulega
ReplyDeleteKeep up the good work ;)
Kv. Auður
kærar þakkir elsku auður!**
DeleteĒg er búin að lesa þig lengilengilengi. Ëg kann verulega að meta skrif þín. Kv. Æ
ReplyDeletetakk svo mikiðmikiðmikið!**
DeleteFinnst gaman að hafa rekist á bloggið þitt, þótt ég þekki þig ekkert - ert með skemmtilegasta uppáhalds íslenska bloggið sem ég les regluglega, fyndinn penni og finnst gaman að þú skrifir ekki bara um fína hluti, tísku eða mat, heldur allt í bland og með persónulegu ívafi.
ReplyDeleteTekur kjark að segja frá sögu sinni og finnst þú frábær að velja núna að þessi veiki stjórni þér ekki.
Takk fyrir gott blogg :)
sólarkveðjur frá Danmörku
Heiðdís
takk fyrir dásamlega fallegt komment og takk fyrir að lesa!**
Delete