Ég heimsótti þau um páskana og ég fæ ennþá þessa tilfinningu þegar ég geng inn um dyrnar hjá þeim. Mér finnst ég alltaf vera að ganga inn í fallegasta hús í heimi. Og hlýjan sem umlykur mig þegar ég geng inn um dyrnar, henni er ekki hægt að lýsa með orðum. Í þessu húsi er svo dásamlega gott að vera.
Tælenska borðstofan - ég elska hana.
Á ljósunum er handmálað gler og útskornir drekar.
Amma valdi öll húsgögnin úti í Tælandi og lét flytja þau hingað heim. Það var nota bene áður en maður þurfti að selja úr sér líffæri til þess að láta flytja hluti á milli staða.
Nánast hver einasti hlutur í borðstofunni á sér sérstaka sögu. Amma er svo ótrúlega sniðug að hún skrifar aftan á myndir og undir hluti hvaðan þeir koma og hvenær þeir voru keyptir. Samkvæmt því sem skrifað var aftan á þessa mynd var hún keypt á ferðalagi um Himalayafjöll í apríl 1980.
Þetta listaverk var hinsvegar ekki keypt í Himalayafjöllum. Ó, nei. Þetta mun vera listaverk eftir undirritaða. Mér til varnar þá var ég örugglega ekki orðin 10 ára þegar þetta var framleitt. Eða ég vona ekki.
Amma veit sínu viti og geymir gamlar snyrtivörur sem fallegt er að stilla upp.
Myndaveggurinn. Mér þótti ekkert sérlega vænt um hann þegar ég var yngri.
Ástæðan gæti mögulega verið sú að þessi mynd prýðir meðal annars þennan ágæta vegg. Mamma hefur reynt að sannfæra mig um það í 18 ár að ég sé sæt á þessari mynd. Henni hefur ekki ennþá tekist ætlunarverkið.
Ó, eða þessi bölvaða mynd. Ég er pæjan lengst til hægri, í bláa dressinu. Ég er kannski fremur djörf að nota orðið pæja þegar þessi mynd er annars vegar. Almáttugur.
Vöfflur og kaffisopi í ömmu&afakoti.
Best í heimi.
Ahhhhh hvað það var gaman að skoða þessar myndir...en kellingin inní glerskápnum hræðir mig ennþá! Ég fór þó reyndar ekki að grenja eins og ég gerði þegar ég var tveggja en...næstum því!
ReplyDeleteP.s. djöfulsins gellur voruði...þú, Bryndís og Bóel allar sem ein!
hahahahahahaha. ó ég man hvað þú varst hrædd við þessa blessuðu kerlingu!
Deletep.s. já við erum pæjur. allar í fermingafötunum. ógeðslega flottar.
Ó, ég hef svo sannarlega átt góðar stundir þarna líka.
ReplyDeleteÞetta var sumsé ég.
ReplyDeleteKv.
Hildur Karen
ah, já. við áttum òfáar góðar stundir þarna. fyrir barnsburð okkar beggja að sjálfsögðu!
DeleteThis comment has been removed by the author.
Delete