Ég er samt að reyna að hemja mig og versla ekki allan fjárann sem ég finn á internetinu - eins og ég geri aðeins of iðulega. Ég er nefnilega að fara til Akureyrar um helgina. En ég ætla heldur ekki að versla þar. Nei.
Ég er að spara. Ef einhver finnur handa mér vinnu þá get ég hætt að spara.
En já, það sem mig langar í - ég er orðin hundleið á öllu sem ég á. Mikið sem ég á erfitt.
Ókei, ég á reyndar svona hálsmen. En það er bleikt sem er bara alls ekki það sama og blátt.
Þetta ljúfmeti fæst allt saman í LakkaLakk. Það er meira að segja tilboð á öllum fylgihlutum þar núna. En ég læt ei fallast í freistni.
Þessar dásemdir koma héðan.
Að lokum - sólgleraugu. Bráðnauðsynleg sumareign. Ég held ég neyðist samt til að kaupa mér báðar þessar tegundir. Ekki vil ég að sólin skaði í mér augun. Ég verð líka að eiga tvenn - ein til vara. Ég á nú reyndar fáein sólgleraugu. En það er gott að eiga nóg - verðum að passa augun.
Gleraugun koma héðan.
ó hvað það er erfitt að vera fátækur námsmaður.
ReplyDeleteMARTRÖÐ!
Delete