Apr 2, 2013

Blúndukrukkur.

Ég er auðvitað alveg á kafi í handavinnu eins og öllu öðru. Framleiði hvert meistarastykkið á fætur öðru.


Þetta galdraði ég fram úr erminni á núll einni í dag. 


Það sem þarf í þetta flókna föndur eru krukkur og blúnda - best er ef að maður á blúnduflíkur sem komnar eru til ára sinna - svona til þess að sleppa við allt saumavesen. Enginn tími fyrir svoleiðis dútl.



Ég fann mér þessa fínu blúndupeysu og háaldraðar blúndusokkabuxur.


Krukkunni tróð ég inn í ermina á blúndupeysunni og klippti síðan.


Síðan náði ég mér í svokallað reipteip - fallegt nafn já. Ég sá ekki um nafngiftina þannig að það er ekki við mig að sakast. Við getum líka kallað þetta bara brjálæðislega sterkt límband. Það er betra.


Blúndan límd vel og vandlega undir krukkuna. Það má líklega standa talsvert betur að þessum verknaði. Ég var að flýta mér.


Aldeilis fínt. Blúndukrukka sem hægt er að nota undir hvað sem er. Og líka sem kertastjaka - það er örugglega mjög flott með örlítið minni krukkum.



Fínasta dagsverk hjá föndurkonunni.

No comments:

Post a Comment