Mar 31, 2013

Páskasæla.

Mikið sem ég er þakklát fyrir allt sem ég á. Já, ég er agalega væmin í dag. En það er í lagi - svona annað slagið að minnsta kosti.


Hjartans foreldrar mínir að hjálpast að við páskamatinn.


Notalegheit á meðan beðið var eftir matnum.


Pabbi að brúna kartöflur sem sennilega hefðu dugað ofan í alla heimsbyggðina.


Það þarf engin orð að hafa um þessa dásemd.


Ég fer aldrei svöng frá matarborðinu. Sérstaklega ekki hjá mömmu og pabba.




Hjálpi mér allir heilagir. Þessi kaka. Ég bara já. Almáttugur. Uppskriftin er héðan.


Sjáið þessa fjólubláu og flauelskenndu fegurð sem prýðir borðið - þetta er bara efnislengja sem mamma keypti í Rúmfatalagernum og notar sem dúk. Kemur afskaplega vel út og er ótrúlega flott á borði.


Góðir páskadagar að baki og einn dagur eftir. Ég ætla að halda áfram að njóta.

Vona að þið gerið slíkt hið sama.

2 comments: