Ég elska þessa hlaupkalla. Ég stúta fullum poka af þessum grábölvuðu köllum á skemmri tíma en ég kæri mig um að vita. Þeir eru bara svo mjúkir og ljúffengir. Namm.
Dónahlaupkallar. Vá, mér fannst ég svo brjálæðislega fyndin þegar ég var að taka þessa mynd. Sambýlismaðurinn var ekki á sama máli. Honum finnst ég stundum frekar misheppnaður húmoristi.
Bakaðar kartöflur með vænni smjörklípu og Season All. Þetta er unaður. Unaður segi ég. Ég lofa. Verst að Season All er hvergi fáanlegt nema í Kosti. En ástkær faðir minn ferjar óhóflega mikið magn af þessu dýrindis kryddi með sér austur eftir hverja Reykjarvíkurferð. Ég nýt góðs af því.
Heimilisuppskeran er á blússandi siglingu. Ég er líka á blússandi siglingu með að sannfæra sambýlismanninn um að ég sé að spara okkur svo svimandi háar fjárhæðir með þessari ræktun að ég geti nú vel keypt mér eins og eitt skópar. Eða tvö.
Þessi mynd hangir upp á vegg hjá ömmu og afa. Til afa - frá Gúllu. Gúlla er ekki listamannanafnið mitt, nei. Ég gat ómögulega sagt nafnið mitt þegar að ég var lítil þannig að ég kallaði mig bara Gúllu. Ég geng ennþá undir þessu nafni innan stórfjölskyldunnar í dag.
Þetta Satay-kjúklingasalat er eitthvað sem allir verða að prófa. Veisla fyrir bragðlaukana. Uppskriftin kemur héðan.
Njótið þessa fína fimmtudags mín kæru.
Vá, uppskeran er snögg... best að ég fari að koma mínu í potta.
ReplyDeleteHarpa.
jááá og beinustu leið í sólina með pottana - þá rýkur þetta upp :)
Delete