Stundum smyr ég sellerístöngul með hnetusmjöri og raða rúsínum þar ofan á. Þetta er gott. Í alvöru.
Ó, Guð. Kannski er ég að ganga of langt með því að segja ykkur frá blæti mínu fyrir barnamat. Mér hefur bara alltaf fundist þetta svo gómsætt. Þess vegna leyfi ég mér stundum, með stundum á ég við 1-2 í viku, að kaupa svona sælgæti.
Ég elska saltkringlur með sætu sinnepi. Já og ég borða líka pizzu með sætu sinnepi.
Stundum slæ ég tvær flugur í einu höggi og bý mér til kaffihafragraut. Þá nota ég ekkert vatn heldur sýð haframjölið í kaffi. Kaffi er gott. Hafragrautur er góður. Þessi blanda getur bara ekki klikkað.
Ég veit fátt betra en KEA vanilluskyr með góðri slummu af hnetusmjöri út í. Namm - þetta er hreinn unaður. Ég er nú þegar búin að borða tvo skammta af þessu í dag.
Ekki dæma mig. Ég gæti örugglega gert tíu svona færslur í viðbót.
Ég læt þetta duga í bili.
Ég verð að viðurkenna að ég fékk æluna upp í kok við þessa færslu!
ReplyDeletekv. Þórdís
ég tek ekki mark á þér þjg.
DeleteNei nei nei! hættu nú alveg Guðrún Veiga! saltkringlur með sinnepi? Hafragrautur með kaffi?
ReplyDeleteHvað er að frétta?
ég saaaagði ekki dæma mig! hahahaha.
DeleteHAHAHA! hvað í helvítinu er að þér kona!?
ReplyDeleteæ, eiga ekki allir sínar furðulegu hliðar? eeeða bara ég kannski?
Deletemmmm.. hafragrautur með kaffi. Ég ætla að prufa!
ReplyDeleteskohh, vissi að það leyndist einhver með viti þarna úti!**
DeleteVið erum nú aldeilis með viti Guðrún! Það vita nú flestir. haha
Deletesegðu. hahahaha.
DeleteEr à leidinni ì krònuna ad kaupa sellerì og hnetusmjör ;p
ReplyDeletekeyptu rúsínur líka - hver sem þú ert herra nafnlaus! :)
DeleteBarnamatur er góður, Stend með þér!
ReplyDeleteNæsta áætlun er að prófa hafragrautinn lítur ýkt vel út!
líst vel á þig!
Deleteseriously!!
ReplyDeleteertu hætt að elska mig?
Deleteþað munaði ekki miklu get ég sagt þér... en hvernig væri það svosem hægt ;)
Deleteþað er ekki hægt. and you know it!
Deletehahaha - þú ert nú meiri snillingurinn :)
ReplyDeleteþegar ég var skiptinemi í usa fyrir mörgun árum fengum við oft sellerí með hnetusmjöri í mötuneyti skólans - kannski ég endurnýju þau kynni við tækifæri og splæsi á mig rúsínum ;) en epli með hnetusmjöri eru alger snilld :)
Hitt eru allt ágætar hugmyndir en efast um að ég prufi þær :)
kveðja frá Seyðis,
Halla Dröfn
oh já hnetusmjör er gott með öllu. sééérstaklega eplum! ;-)
Deleteert þú sjálf að kommenta þetta jákvæða undir "Nafnlaus" til að virðast ekki alveg jafn mikið frík?
ReplyDeletehahahahahahahahahahahahahaha. ég hló upphátt.
DeleteÉg fæ nú bara velgju af þessari færslu!! Er að leita af bévítans fiskisúpunni :D
ReplyDeleteKv. Hulli