Í þessari leit minni hef ég yfirleitt rekist á sama ráðið - að hella alkahóli (t.d. spritti) ofan í púðrið, hræra saman og láta standa yfir nótt. Ég hef samt aldrei fengið mig til þess að prófa þetta - veit ekki af hverju.
Allavega, ég er búin að prófa og þetta svínvirkar. Ekki bara til þess að laga púður heldur til þess að láta það endast miklu lengur. Ég er pottþétt ekki sú eina sem lætur púðurdósina gossa í ruslið þegar það er bara smávegis eftir í hliðunum á því og maður er hættur að ná einhverju af viti upp úr dósinni.
En það mun ekki eiga sér stað lengur, ó nei.
Ég framkvæmdi þetta ferli sem þið sjáið á myndunum hér að ofan. Ég tók púður sem ég var löngu hætt að nota og skrapaði innan úr hliðunum á því - þá leit það út svipað og á eftstu myndinni, bara fáeinir púðurmolar í dós sem ég hefði haldið að væri best geymd í ruslinu.
Ég átti ekki spritt þannig að skellti bara því næstbesta ofan í púðrið. Vodka. Já ég hellti vodka ofan í púðrið mitt.
Síðan hrærði ég þetta varlega og mjög vel saman og passaði að allir molarnir leystust upp í áfenginu. Ég lét þetta standa yfir nótt og daginn eftir átti ég þetta fína púður sem kemur til með að endast mér talsvert lengur en ég hélt.
Hérna má sjá mitt púður eftir áfengismeðferðina. Ég klikkaði á að taka mynd af því áður en tilraunin var framkvæmd. Ég hafði bara svo litla trú á þessu að ég var ekkert að stressa mig á myndatöku.
Jæja, ég ætla að fara að púðra mig og vona að vodkað smjúgi inn í blóðrásina og geri þennan dag aðeins betri.
(Hugmyndin og efri myndin koma héðan).
Heyrðu ég ákvað að gera þetta en ég hinsvegar gerði þetta við Bronzer en í staðinn fyrir Vodka notaði ég baccardi watermelon
ReplyDelete, heldur þú að það virki? :)
þetta virkar á bronzer, svo mikið veit ég. en bacardi watermelon, hahahahahahaha. er það ekki alveg yfir 30% áfengt? ég þori ekki að segja til um hvort það virki, gæti verið. ef ekki þá borðar þú bara bronzerinn eða blandar hann út í vatn og drekkur! ;-)
ReplyDeleteHaha geri það , en takk fyrir annars :)
DeleteOg Elska bloggið þitt , Stórskemmtilegt að sjá færslur frá þér ;))
Deletekærar þakkir**
Deletehahahahahahah úff vodka.. ég á landa og fullt af gömlum púðrum. spurning að skella sér í tilraunastarfsemi
ReplyDelete