Mar 9, 2013

Vanilla Mocha Frappuccino.

Laugardagar eru til þess að njóta og gera vel við sig. Þess vegna lagaði ég mér ekki hinn hefðbundna kaffibolla í morgun. Ó, nei.

Ég bauð sjálfri mér upp á svellkaldan Frappuccino og naut mín í botn.



Vanilla Mocha Frappuccino:

1 væn matskeið af skyndikaffi
1 og 1/2 bolli vatn
Hrært saman og sett í ílát sem má frysta og geymt í frysti í að minnsta kosti 4 tíma. Helst þó yfir nótt. Ég mæli með því að þið frystið kaffið bara eins og klaka, þá er auðvelt að ná því úr og betra að setja það í blandarann.

Það má auðvitað líka laga bara sterkt kaffi og frysta einn og hálfan bolla sirka. Að nota skyndikaffi er ekkert heilagt.

Þegar kaffið er frosið og fínt fer eftirfarandi saman í blandara, matvinnsluvél, töfrasprota eða hvað sem þið kjósið að notast við:

Frosið kaffi
1/2 bolli léttmjólk
3 teskeiðar vanilla extract (ég notaði sykurlaust vanillusýróp)
1 teskeið bökunarkakó
1 teskeið sykur



Allt að verða klárt fyrir töfrasprotann. Hérna sjáið þið einnig sýrópið sem ég notaði. Það fæst út um allt, Krónunni, Hagkaup og á ýmsum kaffihúsum.


Örlítill rjómi - það er nú einu sinni laugardagur.


Svona, nákvæmlega svona eiga laugardagsmorgnar að vera.

Mæli með því að þið prófið - þetta er einfalt, fljótlegt og hrikalega ljúffengt.

(Uppskriftin kemur héðan).

6 comments:

  1. Þetta er eitt skemmtilegasta blogg sem ég hef lesið lengi, er spennt á hverjum degi að skoða færslurnar þínar, haltu áfram að vera svona frábær.
    kveðja Silley

    ReplyDelete
    Replies
    1. hjartans þakkir fyrir falleg orð elsku silley! þú gerðir daginn minn talsvert betri! :)

      Delete
  2. Bloggið þitt er komið í bókamerkjaslánna og ég skoða það á hverjum degi yfir morgunkaffinu :) Takk fyrir frábært blogg!

    Kveðja, Ólöf Lilja Mannfræðingur ;)

    ReplyDelete
    Replies
    1. þakka þér fyrir það kæra ólöf - fellow mannfræðingur! :)

      Delete
  3. Fyrir kaffisjúkling eins og mig þá er þetta algjör god send að fá þessa uppskrift. Held að Laugardag verði með þeim betri dögum út frá þessu! Bíð spennt eftir nýjum færslum frá þér, ert snillingur!

    Kveðja Anna Lára

    ReplyDelete
    Replies
    1. þú veeeerður að prófa þennan! þetta er algjör dásemd!

      takk fyrir að lesa**

      Delete