Þetta verður í síðasta skipti sem ég skrifa um einhverskonar furðulegar framkvæmdir sem innihalda súkkulaði. Hvort sem það er hvítt eða dökkt. Ég skal bara borða súkkulaði eins og eðlilegt fólk gerir héðan í frá. Eða þegar þessari færslu lýkur. Lofa.
Já þetta er mögulega dálítið undarlegt. En gott var það. Mjög gott.
Það eina sem þarf eru fáeinir Rolomolar og Ritzkex.
Við röðum einu Roloi ofan á hvert kex. Hendum þessu inn í 175° heitan ofn í 3-5 mínútur.
Um leið og platan er tekin út úr ofninum pressum við öðru kexi ofan á súkkulaðið. Þessu er svo leyft að kólna aðeins. Eins lengi og þolinmæðin leyfir.
Já ég leyfði þessu ekkert að kólna neitt alltof lengi.
Þetta borðaði ég í kvöldmat. Ég drakk líka Pepsi (max sko) með sem er búið að vera opið inni í ísskáp í allavega eina og hálfa viku. Já.
Dæmið að vild.
Heyrumst.
Endilega haltu áfram að koma með furðulegar matasamsetningar, ég hef mjög gaman af því, já og blogginu þínu í heild :) Að vísu er þetta ekkert svo furðulegt, ég meina súkkulaði/karamella og salt er eitt það besta sem ég veit! Súkkulaðihúðaðar saltkringlur t.d. ...
ReplyDeleteMeira að segja hefur Milka fyrirtækið gert nýtt súkkulaði með TUC og LU kexi, sjá hér: http://www.google.com/imgres?imgurl=http://www.frau-shopping.de/wp-content/uploads/2012/11/milka-tuc-milka-lu.jpg&imgrefurl=http://www.frau-shopping.de/milka-tuc-und-milka-lu-17120.html&h=378&w=600&sz=159&tbnid=q95epLMmhrHB7M:&tbnh=90&tbnw=143&zoom=1&usg=__iPPd3e9T4XNgnX67qRU3E2v6lpA=&docid=vgz4OmGIsCOWnM&sa=X&ei=wPWBUqjUJMjQtAaytoCYCg&ved=0CCsQ9QEwAQ
Kv. frá Þýskalandi þar sem alls konar skrítin súkkulaði fást ;)
sammála þessari hér að ofan :) Ég hef mjög gaman að þessum furðulegu matarsamsetningu, þó svo ég ætli ekkert að prufa þær allar :D
ReplyDeletemust admit að þetta finnst mér bara alls ekki svo fráleitt... væri alveg til í boð i ghetto-ið við tækifæri þar sem þu bíður mér uppá svona... just sayin´ ;)
ReplyDeleteÞað er líka þrusu gott að smyrja ritzkex með hnetusmjöri og skella öðru ofan á, hjúpa "samlokuna" svo með bráðnu suðusúkkulaði og leyfa því að storkna. Mæli með því að prófa :)
ReplyDeleteÍ gær fór ég í bíó. Ég var að kaupa mér popp og fór að segja vinkonum mínum frá því popp dæminu þínu. ,,Ég les alltaf blogg hjá klikkaðri píu, hún er eitthvað lasin HÚN SETUR SÚKKULAÐI OG RUGL Á POPP" Stelpur lítur á mig, já þetta er vinkona mín.
ReplyDeleteÞannig ég er semsagt pían sem kallaði þig klikkaða í bíó í gær.
Bæ.
Æ
Heyrðu! Ég þarf nánari upplýsingar! Hvaða vinkona? Hahahahahaha.
Delete