Fór ég í útivistabúðir til þess að leita mér að úlpu? Ó, nei.
Á einhvern undarlegan hátt fann ég mig í Gyllta kettinum, aldrei slíku vant. Að máta úlpur? Nei. Pelsa? Já!
Að sjálfsögðu tókst mér að sannfæra sjálfa mig um að pels væri mun betri kaup en úlpa. Mun fallegri kaup og svo nytsamleg. Hver þarf úlpu? Ekki ég. Ég á pels.
Það voru samt fullt af pelsum á tilboði í uppáhalds kettinum mínum. 8.000 krónur. Fyrir pels. Það er ekkert sláanlegt. Úlpa hefði allavega kostað mig 20 þúsund. Þannig að þetta var ákveðinn sparnaður. Núna finnst mér líka eins og ég geti eytt 12.000 kalli í eitthvað annað. Af því að ég sparaði auðvitað svo svakalega með pelsakaupunum.
Ég fer að vísu ekki á skíði í pels. Eða á Esjuna. En það er í lagi. Ferli mínum sem skíðakonu er fyrir löngu lokið og ég kæmist ekki einu sinni að Esjurótum án þess að deyja úr mæði.
Þetta voru góð kaup.
Mjög góð!
Heyrumst.
No comments:
Post a Comment