Ég náði nýjum hæðum í speglamyndatökum um daginn. Speglamynd í Tom Dixon. Tom Dixon sem ég myndi hugsanlega fremja morð fyrir. Eins lítinn áhuga og ég hef á öllu tengdu innanhússhönnun þá er eitthvað við þetta ljós sem fær hjarta mitt til að slá hraðar. Talsvert hraðar!
Talandi um innanhússhönnun og áhugleysi mitt á henni. Ég fletti í gegnum þessa bók í Hagkaup í gær og svei mér þá ef hún var ekki bara dálítið áhugaverð. Full af dásamlega fallegum myndum og innblæstri. Ég þigg þessa í jólagjöf. Nú eða Tom Dixon hérna fyrir ofan. Þið ráðið.
Meistararitgerðin mín kom úr fyrsta yfirlestri í gær. Næstu dagar verða dásamlegt partý. Ekki nema tæplega 790 athugasemdir sem þarf að fara yfir. Svona rétt tæplega.
Jú, rétt ágiskun hjá ykkur - ég er á leiðinni í ÁTVR.
Sjáið hvað þetta er smekkleg og ódýr hugmynd! Fullt af mismunandi krukkum undir kertaljós. Kemur agalega fallega út. Ég tók þessa mynd í matarboði hjá móðursystur minni um daginn. Hún er ákaflega smekkleg kona.
Ah, ég sem hin handlagna húsmóðir. Nei aldrei. Ég keypti mér kolla í Ikea um daginn. Hvern koll þurfti að setja saman með fimm skrúfum. Það reyndist mér ofviða. Ég byrjaði á því að skera mig á einni skrúfunni. Auðvitað. Ég er svona eins og lítið barn. Ég á ekki að vera í kringum hættulega hluti.
Ég neyddist til þess að brjóta odd af oflæti mínu og hringja út liðsauka. Til að setja saman kolla.
Ég get samt alveg sett saman kolla. Höfum það á hreinu. Ég á bara engin verkfæri. Og tekst augljóslega að slasa mig á skrúfum. Þannig að ég taldi það öruggast að fá einhvern annan í verkið.
Jæja, ég er farin í rauðvínsleiðangur. Þessi ritgerð leiðréttir sig ekki án rauðvíns.
Heyrumst.
myndarlegur þessi handyman :-)
ReplyDeletekv. uppáhaldið
Fjallmyndalegur og til margra hluta nytsamlegur.
Deleteljósið er einstaklega fallegt og myndi maður ekki hata að eignast þannig (ég hugga mig við að eiga Stelton kaffikönnu í sama lit og ef ég klessi andlitinu ALVEG að könnunni get ég látið eins og það sé ljósið)
ReplyDeleteertu búin að yfirgefa teipuðu fornaldar fartölvuhlunkinn og fá þér yngri, svalari, stinnari módel MacBook?
Gangi þér vel með ritgerðina - agalega öfundsvert og aðdáunarvert að geta kallað sig bráðum meistara í einhverju (svona opinberlega háskólagráðu samþykkt)
kv frá dk
heiðdís
Ó ljósið. Það er bara svo fagurt. Og mig langar í Stelton kaffikönnu. Fjárinn.
DeleteTeipaða fornaldarferlíkið er svo sannarlega enn hérna fyrir framan mig. Yngri og stinnari týpan er í eigu ástkonu liðsaukans sem kallaður var út í kollasamsetningar. Ég á samt sko líka dálítið stinna Samsungtölvu sko. Apple - nei. Aldrei.
Jah. Við skulum ekki öfunda mig neitt fyrr en fokking gráðan er í höfn! Og takk fyrir velgengisóskir. Vonum að þær rætist! ;-)
Flottar myndir, þakka hlý orð í minn garð.
ReplyDeletegmt
Hlýju orðin voru bara til að reyna að skora annað matarboð sko! ;-)
DeleteÞú átt alveg geðveikt ljós stelton er það ekki !! ?? jú það var örugglega stelton :$ já ég ætla að láta mér dreyma um stelton ljós því ég mun ekki get átt fyrir því á næstu árum :$ en þetta er örugglega mest kósý íbúð sem ég hef séð lengi ;)
ReplyDeleteKnús og kv.
Sissý ;)