Nov 5, 2013

Næst á dagskrá: Snickerspopp.


Mér til varnar þá er sjónvarpið mitt ekki tengt. Þannig að þegar ég er ekki að læra þá borða ég. Borða ég hollt og ligg á Google og leita að girnilegum salötum? Nei. Ó, nei. Baða ég mig upp úr sykri og súkkulaði? Já. Ó, já.

Burtséð frá mínum hörmulegu matarvenjum þá bjó ég til þessa himnasendingu áðan. Þetta er í raun sama aðferð og uppskrift og fyrir Oreopoppið sem ég kynnti ykkur fyrir í síðustu viku. Bara önnur hráefni. Og ég held að þetta sé betra. Held sko - ég er ekki búin að hakka nógu mikið magn í mig til þess að mynda mér raunhæfa skoðun.

Snickerspopp.

Rúmlega hálfur poki af Stjörnupoppi
2 bollar af mjólkursúkkulaði
Tvö stykki tvöföld Snickers



Poppinu er dreift á bökunarpappír og Snickersið saxað niður. 


Súkkulaðið brætt. Mmmm.


Dreifa duglega yfir poppið. Sleikja skeiðina.


Snickersbitunum hent saman við.


Hræra saman og smella þessu svo í ísskáp í sirka 40 mínútur. 20 mínútur duga samt alveg. Ég tala af reynslu.


Syndsamlega gott. 

Almáttugur.

Heyrumst.

(Hugmyndin er héðan).

4 comments: