Oct 28, 2013

Guðdómlegt mánudagsgotterí.


Þarna sjáið þið glitta í Oreokex já. Poppkorn. Og vænt magn af hvítu súkkulaði. 



Ekki nema þrjú innihaldsefni:

Full skál af poppi
Hvítir súkkulaðidropar
Mulið Oreokex


Ég væri til í að leggjast í baðkar fullt af muldu Oreoi. Með rauðvín. Og bók. Og Simon Cowell. Nei, Bill Spencer úr Glæstum. Já, höfum það Bill. Namm.


Ofnplata er klædd bökunarpappír og poppkornið fer þar á. 


Hvíta súkkulaðið er brætt í örbylgjuofni og því svo slett yfir poppið. Fram og tilbaka. Og ein skeið í munninn að sjálfsögðu.


Ég er 28 ára og sleiki ennþá eldhúsílát ef þau hafa innihaldið eitthvað gott. Líkt og bráðið hvítt súkkulaði.


Kexmulningurinn fer út á strax á eftir súkkulaðinu og öllu er hrært vel saman.


Þetta þarf síðan að dvelja í ísskáp í góðar 40 mínútur fyrir neyslu. Þetta voru mögulega erfiðustu 40 mínútur lífs míns. 



Fáránlega gott með lærdómnum á þessu ágæta mánudagskvöldi.

Ég var að vísu að koma heim úr matarboði. Og er að fara út úr dyrunum í kaffiboð. Það er heppilegt að ég hef engin takmörk þegar át er annars vegar.

Heyrumst. 

(Hugmyndin kemur héðan).

10 comments:

  1. Replies
    1. Þú veist hvar ég á heima.

      Ennþá til full plata.

      Delete
  2. ómææææææ! ótrúlega girnilegt !! út í búð núna og kaupa hráefnið haha !

    kv. Hildur

    ReplyDelete
  3. Má þetta ásamt ostinum hérna fyrir neðan vera í matinn á fimmtudaginn. Kveðja þinn mási.

    ReplyDelete
    Replies
    1. Elsku mási.

      Ostur og Oreopopp er komið á matseðilinn.

      Allt fyrir þig.

      Delete
  4. NEI. hva er að? þetta er guðdómlega hrikalegt. hahahahahahahahahah
    Æ

    ReplyDelete
  5. Er þetta örbylgjupopp, poppaðar baunir í potti eða gamla góða tilbúna stjörnupoppið? :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Uppskriftin segir örbylgjupopp. Það var óþarfa fyrirhöfn - ég splæsti bara í Stjörnupoppið! :-)

      Delete