Oct 29, 2013

Fiskiputtar að hætti mágs og Gordon Ramsey.


Ég borðaði svo brjálæðislega góðan mat í gær. Myndirnar eru hörmung - aldrei slíku vant ferjaði ég ekki allt mitt myndavélarhafurtask með mér út úr húsi. Heldur var ég bara vopnuð símanum. Því miður. 

En þrátt fyrir verulega slæmar myndir þá er þetta dásamlega gott og alveg þess virði að prófa. Mágur minn er voðalega góður kokkur. Gordon Ramsey er góður kokkur. Já og hot piece of ass. Þessi máltíð getur ekki klikkað. Lofa.

Fiskiputtar:

2 ýsuflök - skorin í bita sem komast nálægt því að líta út eins og puttar
Hveiti
Egg
Parmesanostur
Eftirlæti hafmeyjunnar (krydd frá Pottagöldrum)
Salt

Ýsuflökin eru söltuð lítillega. Bitunum er velt upp úr hveiti og síðan eggi. Eftir það er þeim velt upp úr hveiti sem búið er að blanda með parmesanosti, eftirlæti hafmeyjunnar og salti. Ég spurði minn ágæta mág um mælieiningar og fékk svarið: nóg af hveiti, tvo döss af hafmeyjukryddi og slatti af parmesan. Einmitt. Að lokum er fiskurinn steiktur á pönnu.

Hérna finnið þið uppskriftina frá Gordon. Þessi hér að ofan er upphaflega byggð á þeirri uppskrift en mágur minn er nú búinn að eiga dálítið við hana. Með góðum árangri! 

Þetta var svo borið fram með fersku salsa og ofnbökuðum kartöflum. 

Salsa:

6 tómatar
1 laukur
1 chilli

Maukað saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota.

Ofnbakaðar kartöflur:

Sætar kartöflur í bland við þessar hefðbundu eru soðnar í vatni ásamt salti og olíu í dálitla stund. Síðan er þeim velt upp úr olíu, salti og paprikukryddi áður en þær fara inn ofn í 20-30 mínútur á 200°.

Fljótlegt, auðvelt og hrikalega gott.

Mæli eindregið með að þið prófið!

Heyrumst.

No comments:

Post a Comment