Hún er komin! Ritgerðin mín er komin úr seinni yfirlestri. Án stórkostlegra athugasemda. Sem merkir að vinna misserisins er í höfn. Einingarnar eru mínar. Þetta hafðist. Mörg þúsund orð að baki, nokkur tár og mögulega fáeinar sjálfsvígshugsanir. Ég má anda. Ég get andað.
Ekki óska mér til hamingju samt. Þetta var aðeins fræðilegur hluti meistararitgerðar. Rannsóknarvinnan bíður mín í jólafríinu og eftir áramót. En það er mun meira spennandi hluti þannig að ég kemst kannski stráheil á geði í gegnum það ferli. Kannski!
Ef ég ætti vín þá væri ég að sjálfsögðu að skála fyrir mér. En nei. Það er sprungið á Yaris í bílastæðinu. Ég er þess vegna í sjálfheldu í Breiðholtinu og átti ekkert nema eitt egg og tómatsósu til þess að slá upp fögnuði.
Ég er við það að bresta í söng og dans alein hérna heima í stofu.
Ég hugsa að ég leyfi mér það bara.
Heyrumst.
Ég segi nú bara samt til hamingju, leiðinlegasti hlutinn er greinilega búinn og því ber að fagna!
ReplyDeleteHahahaha já skrifborðið mitt leit eiginlega eins út á sínum tíma ;) en til lukku sæta ;)
ReplyDelete