Dec 8, 2013

Holding hands for 74 years.


Í gær fór ég í bíó á einstaklega fallega heimildarmynd. Ég var svo djúpt snortin að ég snökti nánast fram á kvöld. Holding hands for 74 years er án efa einlægasta og hjartnæmasta heimildarmynd sem ég hef séð.

Ég græt iðulega yfir bíómyndum, þáttum, auglýsingum - já eiginlega öllu bara. En þá vöknar mér svona um augun og tárin leka hljóðalaust niður kinnarnar. Ekki í gær. Ég þurfti virkilega að halda aftur af mér og var orðin buguð af ekkasogum með maskara niður á viðbein. Ég grét bara og grét. Virkilega grét.

Myndin fjallar um gömul hjón sem hafa verið saman í 74 ár. Í gegnum súrt og sætt. Myndin sýnir einnig þegar maðurinn fellur frá - sorg konunnar og tómarúmið. Ah, ég fer næstum að skæla við það að skrifa þetta.

Myndin er bara svo ólýsanlega einlæg og laus við alla tilgerð. 


Holding hands for 74 years er eftir Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur sem þið sjáið hérna til hægri. Með henni á myndinni er Gróa Ásgeirsdóttir systir hennar sem framleiddi myndina. 


Yndisleg mynd. Hreint út sagt yndisleg. 

Heyrumst.

2 comments:

  1. Hæææhæ, hvar er þessi mynd sýnd?

    p.s. þú ert uppáhalds bloggarinn minn !

    ReplyDelete
    Replies
    1. Heyrðu ég veit ekki hvernig sýningar á henni verða. Skilst að hún sé á leiðinni út á einhverjar hátíðir og svoleiðis bardús.

      Delete