Það eru ekki til nægilega mörg lýsingarorð yfir hversu mikið ég hlakka til að eyða jólafríinu með þessum.
Ah, bara að fá að sjá hann, faðma hann og kyssa. Nugga nefinu í litlu hárin á bakinu hans og anda að mér yndislegu lyktinni sem fylgir honum.
Það eru þrjár vikur síðan ég sá hann. Ég ætlaði að vakna klukkan sjö og læra en datt inn í gamlar myndir og er þess vegna búin að skæla síðan klukkan sjö. Ekki læra.
Ég er fullkomlega meðvituð um að fólk veltir því fyrir sér af hverju hann er ekki hjá mér. Ó og svipurinn sem ég fæ þegar ég segi setningar á borð við ,,barnið mitt býr hjá pabba sínum". Það er dálítið eins og ég sé að segja fólki að ég hafi selt hann í þrælahald eða skilið hann eftir í flóttamannabúðum í Kenía. Pabbar eru að sjálfsögðu með öllu vanhæfir. Auðvitað.
Afkvæmið er afar heppið. Hann á dásamlegan pabba og Reyðarfjörður er hans umhverfi. Eins og er. Ég hefði vel getað sett sjálfa mig í fyrsta sæti, ruslað honum til Reykjavíkur á miðju skólaári og hent honum í ókunnugan skóla í Breiðholti þar sem hann þekkir engan og á ekkert bakland.
Ég trúi hinsvegar að ég hafi breytt rétt núna. Aldrei slíku vant. Ég leyfði honum að vera áfram á sínum stað. Þar sem allt hans bakland er, umhverfi og vinir. Enda finnst mér alveg nóg að hann takist á við breyttan veruleika og fjölskyldumynd í bili. Nýtt umhverfi tekst hann á við síðar.
Ég veit að honum líður vel. Það er fyrir mestu. Mínar tilfinningar eru ekki það sem máli skiptir. Ég drekki þeim líka bara í rauðvíni, hugleiðslu, yoga og súludansi. Nóg fyrir stafni - það kemur mér í gegnum þetta.
Bara nokkrir dagar í viðbót.
Ég hef það af!
Heyrumst.
Flottur strákur sem þú átt, krúttköggull og virkar fyndinn og klár :)
ReplyDeleteÞú ert dugleg á erfiðum tímum, dáist að þér úr fjarska (bæði hvað ritgerðarsmíði og söknuð afkvæmisins varðar)
En er sammála þér, eflaust ótrúlega erfitt en rétt val að hann þarf að vera í sínu umhverfi og með sitt öryggi í bili - og það er asnalegt tabú að pabbarnir séu ekki jafn góðir, ég á einmitt vin sem er primary með barnið sitt, mamman sjaldnar, vegna aðstæðna og fjarlægðar einmitt (ekki sökum vanhæfnis foreldra) og því barni líður stórvel :)
Knús frá danaveldi
Heiðdís
Flott hjá þér gveiga.......... villtu ekki koma í mat á laugadagskv? Getur fengið að knúsa frænda þinni til að lina sársaukann aðeins......kv gmt
ReplyDeleteGuðrún Veiga!!´
ReplyDeleteÞú sýnir ótrúlegan styrk með því að hafa tekið þetta val með son þinn!!
Ég er stolt af þér.
Góða helgi yndislega kona
Kristjana
Skil ekki afhverju fólk er svona hissa á þessu....
ReplyDeleteefast ekki um ađ þiđ séuđ bæđi frábærir foreldrar og strákurinn ykkar heppin međ þađ og þađ sem mér finnst ađdáunarvert er ađ þarna settuđ þiđ barniđ í fyrsta sæti og hvađ myndi henta honum best í þessum breyttu ađstæđum!!
þađ eitt skiptir mestu máli ađ mínu mati :)
Án efa erfitt og sárt val en örugglega þađ besta sem þiđ gátuđ gert fyrir hann :)
Njóttu svo samverunnar međ þessum glæsilega strák sem þú átt þegar þar ađ kemur!