Þá er nú ekki úr vegi að skoða fáeina heillandi karlmenn. Ókei. Þeir eru kannski ekki allir heillandi að ykkar mati en eiga þó sess á mínum lista. Misjafn er smekkur manna. Guði sé lof.
Ah. Fyrsti maðurinn sem ég varð skotin í. David minn Beckham. Ég var virkileg plága á mínum yngri árum. Áritaði allt Guðrún Veiga Beckham, alveg sama hvort um var að ræða próf eða aðra pappíra. Ef mig misminnir ekki varð einmitt einu sinn uppi fótur og fit í Landsbankanum á Eskifirði þegar það komst upp að ég hafði skrifað Guðrún Veiga Beckham aftan á debetkortið mitt. Það var víst frekar illa séð.
Eh. Já. Þetta er óútskýranlegur aðili á listanum. Bubbi. Sorrý. Ég hef bara alltaf haft veikan blett fyrir honum. Óútskýranlegt sagði ég.
Mark Ruffalo. Æ, við erum bæði krullhærð og svona. Gætum þvegið hárið á hvort öðru og blótað því um leið. Ég varð meira að segja æst yfir að sjá hann sem Hulk. Ó, þessar risastóru grænu hendur.
B B B Brrrradley Cooper. Já með alveg fjórum r-um. Mmm. Það þarf voðalega fá orð hérna. Hárið. Brosið. Fallegar tennur. Æh, hann er bara já - ég gæti smurt honum á kexköku og borðað hann. Namm.
Ó, be still my beating heart. Simon Cowell. Dásamlega hrokafullur. Fallegar tennur - nei, sennilega ekki hans eigin en hann skartar þeim engu að síður. Opna skyrtan. Bringuhárin.
Ég er hætt.
Heyrumst.
No comments:
Post a Comment