Feb 23, 2014

Sunnudagsmáltíðin.


Ég borða undantekningarlaust eitthvað algjört rusl í kvöldmatinn á sunnudögum. Nei, það er ekkert lambalæri né rauðkál á boðstólnum í Breiðholti. Aldeilis ekki. Ekki brún sósa eða brúnaðar kartöflur. Enda kann ég hvorki að búa til sósu né brúna kartöflur. 



Í þessa ágætu máltíð þarf svo til tóma krukku af Nutella. Hún má auðvitað ekki vera alveg tóm. Það verður að vera góð sleikja eftir í henni. 


Ís. Mmm.




Vænu magni af ís er troðið vel og vandlega ofan í krukkuna.



Síðan má njóta. Bara njóta og njóta.

Ég geri þetta líka stundum við hálftómar hnetusmjörskrukkur. 

Himneskt! 

Heyrumst.

No comments:

Post a Comment