Feb 26, 2014

Andleg lægð.

Ég er búin að vera í örlítilli andlegri lægð síðustu tvo daga. Bara örlítilli. Jú eins og svo oft áður. Ég á þessar lægðir til. Þið líka. Ekki einu sinni reyna að þræta fyrir það.

Æh, þannig er mál með vexti að ég fékk ekki agalega spennandi vinnu sem ég sótti um fyrir stuttu. Það plagaði mig svo mikið að ég ákvað að leggjast upp í rúm og draga sængina yfir haus í fáeina klukkutíma. Með fáeina á ég við sirka 48. Þetta þarf maður bara stundum að gera. Liggja í myrkrinu og hugsa ömurlega niðrandi hluti um sjálfan sig. Ferlega hjálplegt. 

En jæja. Ég er staðin upp á nýjan leik. Engar áhyggjur.


Nei. Það stendur enginn upp úr andlegri lægð án rauðvíns. Alls ekki. 

En að betri og bjartari hlutum.


Þessi er á leiðinni til mín. Við áttum áhugaverðar samræður fyrr í kvöld.

Ég: Jæja, svo sækir mamma þig í flugvélina í fyrramálið.
Afkvæmi: Neinei. Þú þarft sko ekkert að sækja mig. Ég tek bara svona taxabíl.
---
Ég: En við ætlum að fara í bíó, var það ekki?
Afkvæmi: Jah, jú. En ég get alveg farið bara einn.
Ég: Af hverju viltu fara einn í bíó Valur Elí?
Afkvæmi: Æ, þú smjattar rosa hátt og borðar svo mikið og það horfa allir á þig.
---
Afkvæmi: Hvað eigum við að borða?
Ég: Við finnum okkur eitthvað gott til að elda.
Afkvæmi: Á ég að segja pabba að koma með?
Ég: Nei. Til hvers?
Afkvæmi: Nú til að elda. 
Ég: Ég get sko alveg eldað.
Afkvæmi: Nei.
...

Einmitt já. Ætli ég verði ekki bara ein heima í Breiðholti um helgina á meðan afkvæmi mitt skrunar um Reykjavík í leigubíl - á milli bíóhúsa og veitingastaða. 

Heyrumst.

5 comments:

  1. Hahahaha æ ég var farin að sakna þín Guðrún mín og bloggsins; hélt að þú lægir fárveik upp í rúmi en gott að það var ekki verra en þetta..... Já blessaða rauðvínið hjálpar til - amk. geðheilsuna...!!

    Ég hló upphátt - miðað við myndirnar hérna þá sé ég að þú ert nú kannksi ekki mikið fyrir að "ELDA" en það getur nú ekki verið svo erfitt ;) hahaha hann er bara alveg að komast á unglingsárin - ;)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Þú ert nú meiri elskan. Jú rauðvínið hjálpar - laukrétt.

      Eh. Eldamennska er ekki mín sterkasta hlið. Við skulum láta þar við sitja.

      Delete
  2. Kann fyndna dásemdarbarnið að skrifa og lesa? Er hann að leita sér að pennavin, kvenkyns, á sama aldri og mamma hans? :)
    Engar hæðir án lægða, býst við gleðihelgi þegar hann er að koma í heimsókn - og nýr Scandal kemur á morgun!

    Skítt með vinnuna, farðu að skrifa bók.

    xx H

    ReplyDelete
  3. Yndislega einlægur hann sonur þinn - hef endalaust gaman af blogginu þínu :)

    ReplyDelete