Erfitt? Já, það er vægt til orða tekið. Ég þarf hreinlega að setjast ofan á hendurnar á mér. En það má auðvitað ekki. Þá er ég komin á sama plan. Þangað hef ég ekki hugsað mér að fara.
Það er víst ekki hægt að vera allra. Ég get ekki ætlast til að öllum þyki ég skemmtileg. Eða skilji kaldhæðnina sem einkennir mig oft á tíðum. Gott og vel.
Sólin skein þó á nýjan leik í morgun. Þegar ég vaknaði biðu mín skilaboð með hreint dásamlegu skjáskoti. Ég veit ég hef sett inn svipaða færslu áður en ég á bara ekki orð til að lýsa hversu vænt mér þykir um að sjá svona.
Þetta er auðvitað ferlega egósentrísk færsla. Mjög svo. En mér er alveg sama. Nóg er af ljótum hlutum þarna úti að maður megi ekki leyfa sér að velta sér stundum upp úr þeim fallegu.
Þegar ég les svona þá líður mér eins og The Grinch - í lokaatriðinu í myndinni þegar hann fer að finna til í hjartanu af því það er að stækka. Ég er nefnilega óttalegur Grinch inn við beinið, svona út í lífið almennt. Lesning á borð við þessa gerir mig væmna og skrýtna - ég sit eins og vitleysingur fyrir framan tölvuna og brosi þangað til ég fer að finna til í hárlengingunum. Síðan þið vitið - andlega ójafnvægið og allt það - tár kannski. Eitt eða tvö.
Það sem af er mánuði hefur bloggið fengið langt yfir 70.000 heimsóknir. Þetta er ekki eitthvað sem hvarflaði að mér þegar ég sat við tölvuna mína kaldan októbermorgun á Reyðarfirði og ákvað að búa til blogg. Svona af því ég var nýbúin að kaupa mér skærgul stígvél í Húsasmiðjunni.
Ég lagði sko upp með að verða tískubloggari. En komst svo að því að ég var alltof fátæk og smekklaus fyrir þann bransa. Ég hefði nú getað sagt mér það sjálf - gangandi um í gulum gúmmístígvélum úr Húsasmiðjunni.
Jæja. Ég ætla að setja punktinn hér. Svona áður en ég fer að grenja og segist elska ykkur öll. Það væri meira helvítið.
Þið eruð samt best. Án ykkar væri ekkert blogg.
Oh, það kom tár.
Heyrumst.
Ég skil ekki hvernig einhver getur sagt leiðinlega hluti um þig, þú ert svo með eindæmum fyndin og skemmtilegur karakter að ég væri helst til í að fá mörg blogg á dag frá þér (kíkji alveg oft yfir daginn til að sjá hvort það séu nokkuð komin fleiri blogg). Klárlega uppáhalds bloggið mitt, grenja yfirleitt úr hlátri yfir því ;)
ReplyDeleteSetti þig beint í bookmarks þegar ég var að æla á mig af leiðindum á upprifjunarlífefnafræðinámskeiði fyrir um ári síðan og kíka oft (oft, oft, oft, oft) á dag - takk fyrir að fá mig til að hlæja (gráta) á gráum háskóladögum! Skála í rauðvín þér til heiðurs í kvöld - áfram þú!
ReplyDeleteKv, Stína Stranger.
This comment has been removed by the author.
DeleteThis comment has been removed by the author.
ReplyDeleteSama og Berglind sagði!!!! :D
ReplyDeleteLíka sama og Berglind sagði!
ReplyDeleteEkki láta þessa fúllyndu asnakjálka á þig fá. Þú ert ÆÐI! Ég nenni aldrei að fylgjast með bloggum en þitt greip mig frá fyrstu færslu sem ég sá frá þér. Áfram þú! :)
ReplyDeleteÞú ert svo mikið yndi að ég var næstum því búin að rjúka á þig og faðma í Krónunni á Reyðarfirði um daginn. Svona ertu barasta skemmtileg unga kona, punktur
ReplyDeleteNei nei nei, þú ert yndisleg. Mig langar að vita hvar var verið að tala illa um þig, mig langar svo að verja þig. Link, takk.
ReplyDeleteOg þú ert frábær. Punktur og allskonar súkkulaðihúðað basta.
Þú ert það fyndnasta síðan áramótaskaupið '94! Ótrúlega fær sögusegjari (já það er orð) og dásamlega einlæg, það er kombó sem klikkar ekki. Takk fyrir að blogga, sú eina sem ég skoða oft á dag!
ReplyDeleteEkki láta það á þig fá hvað einhverjir leiðindapúkar eru að segja, þú skrifar skemmtilegasta blogg landsins og hana nú. Greip mig frá fyrsta orði :)
ReplyDeleteÉg hefði auðvitað átt að hugsa til þín þegar ég sá öll hin 56 share-in um bloggið þinn á tímalínunni minni, þú ert fyndnust og best! x
ReplyDeletebloggið þitt er æði! þú ert svo ótrúlega fyndin og ég get tengt við svo margt af því sem þú setur inn. þú ert best!!
ReplyDeleteBlessuð vertu, ekki spá í þessum kommentum. Þú ert að gleðja svo mikið af fólki með þessum sjúklega fyndnu færslum þínum. Eitt af mínum uppáhalds bloggum!
ReplyDeleteÞú ert algjört yndi og það er svo dásamlegt að lesa bloggið þitt, ekki taka mark á þessum leiðindaskjóðum sem segja annað! :)
ReplyDeleteÉg fylgist bara með rándýrum sænskum tískubloggum.. og svo blogginu þínu. Þú hlýtur að vera sæl að tilheyra þeim hópi ;)
ReplyDeleteÞað gerir daginn minn að lesa bloggin þín.
ReplyDeletePolefitnessfærslan er ein uppáhalds! Áfram þú !