Mér er fyrirmunað að skilja að ég hafi ekki vitað að Mjóddin innhéldi bæði Rauða kross búð og nytjamarkað á vegum Hjálpræðishersins. Ég er búin að búa í Breiðholti í hálft ár - ekki fengið neitt veður af þessum gersemum í Mjóddinni.
Sláandi.
Ég var að rigsa um Mjóddina á föstudaginn þegar ég rakst óvænt á þessar búðir. Ó, hamingjan og gleðin.
Trench coat á 1200 krónur.
Allt í lagi. Ég er dálítið eins og spæjari í henni.
Aðeins krumpaður þessi. Ég þarf að smella mér á efri hæðina og fá lánað straujárn hjá leigusalanum. Hann er alltaf nýstraujaður. Lyktandi eins og fiskur í raspi en nýstraujaður.
Voðalega fínn. Kostaði mig heilar 500 krónur.
Rúsínan í pylsuendanum. Þennan rambaði ég á í Kolaportinu í gær. Þúsund krónur. Svo dásamlega fallegur. Mig langar helst að sofa í honum.
Ókei, ég svaf reyndar í honum í nótt. Ég tók gríðarleg tilþrif við speglamyndatökur hérna í gærkvöldi, skartandi kjólnum að sjálfsögðu. Skreið síðan upp í sófa, kveikti á Sex and the City og sofnaði með nefið í snakkskálinni.
Bæði fallegt og aðlaðandi í senn.
Heyrumst.
ólord, ólord, hvað þetta eru sjúklega góð kaup!!!
ReplyDeleteTil lukku :)
óh mjóddin, þvílík mekka!
ReplyDeletereyndar finnst mér eins og þú ættir að gefa mér þennan bláa, svona af því að ég er í laginu eins og ég er... þú veist.
æ bara hugmynd. mér finnst hún góð! hvað!?
góð kaup! i wants spæjara rykfrakkann, mega flottur og passlega oversized... Getur farið í spæjó og verið Publius!
ReplyDeletexx H
Ó lord Ó lord - Ég þarf nauðsynlega að komast suður og í Kolaportið - ég sé það bara á fataskápnum mínum; hann er farinn að kvarta ískyggilega mikið ;o)
ReplyDelete