Jul 28, 2014

Dásamlegt Snickerssalat.



Ég gaf uppskriftina af þessu stórkostlega salati í Fréttablaðinu um helgina og var búin að lofa henni hingað inn líka. Þetta er sko svo gott að manni langar að flytja búferlum ofan í helvítis skálina. 

Já. Ég veit það er mánudagur og við erum öll í megrun. En ég ætla samt að láta flakka.

Snickerssalat:

1 pakki vanillubúðingur (Helst frá Jello)
1 bolli köld mjólk
1/2 líter rjómi
6 stykki Snickers
3 rauð epli
Jarðaber eða kiwi til skrauts.

Leysið upp búðingsduftið í mjólkinni. Þeytið rjómann og blandið honum varlega saman við búðingsblönduna. Saxið Snickers og epli og hrærið saman við. Skreytið með ferskum ávöxtum.



Einfalt, fljótlegt og fáránlega gott!

Heyrumst.

2 comments:

  1. Sæl

    Af hverju má ekki nota Royal vanillubúðing?
    Mér hefur alltaf fundist hann svo góður...

    ReplyDelete
  2. Það er örugglega alveg í fínu lagi. Ég hef bara ekki prófað.

    ReplyDelete