Nýjasta matarmanían. Spergilkál, skinka, paprika, rauðlaukur og nýrnabaunir steikt á pönnu. Ásamt vænni slummu af Sweet Chilli sósu.
Pönnumixinu er síðan blandað saman við icebergsalat, rauðlauk og tómata. Ásamt annarri vænni slummu af Sweet Chilli sósu.
Guðdómlega gott. Ég borðaði þetta í gær. Fyrrakvöld. Í kvöld. Hræódýrt líka. Ég er einmitt að safna mér fyrir kápu sem ég rakst á um daginn.
Sú söfnun gengur reyndar hreint ekki vel. Mér til varnar þá kosta vintagekjólar í Gyllta kettinum ekki nema 3000 krónur. Ekki hörðustu naglar standast slíkt verðlag. Né aumar smásálir eins og undirrituð sem mega ekkert fallegt sjá án þess að rífa upp kortið sitt.
Þrjú þúsund. Sex þúsund. Ég hætti að telja þúsundkallana sem ég eyði í kjóla fyrir mörgum árum síðan.
Laugardagskvöld að mínu skapi - ný naglalökk og rauðvínsglas. Eða glös.
Eftir bara eina umferð. Þarf ekki meir. Barry M er best.
Í s-inu mínu. Með andlitið ofan í rauðvínsglasinu. Hárbandið liggur þarna ofan á hausnum á mér af því ég er að reyna að ákveða hárgreiðslu fyrir upptökur morgundagsins. Ég mæti ekki hárbandslaus í þær. Aldeilis ekki.
Hvet ykkur til þess að gera ykkur ferð í Ikea á morgun. Útsala og svona.
Ég mun sötra rauðvín ásamt stórvinum mínum þeim Begga og Pacas í eldhúsdeildinni á efri hæðinni. Jú og elda líka. Ég ætla einmitt að bjóða þeim upp á popp löðrandi í hnetusmjörskaramellu.
Kíkið við. Ég gef ykkur smakk.
Heyrumst.
No comments:
Post a Comment