Nei, ég var ekki að horfa á HM í gærkvöldi. Hreint ekki. Ég var að njóta ásta með nýjustu poppafurð minni sem leit dagsins ljós hérna í Breiðholtinu í gær.
Ó, halló besta kex í heimi. Fyrir utan Oreo.
Eruð þið spennt að sjá hvert ég er að fara með þetta?
Piparmyntusúkkulaðipopp:
Rúmlega 1/2 poki Stjörnupopp
10 Viscount kexkökur
1 poki súkkulaðidropar
1 stykki Pipp
Þið ættuð að vera farin að kunna verkferlið í kringum poppframkvæmdir.
Bökunarpappír á ofnplötu og poppið þar ofan á.
Söxum kexið í grófa bita.
Bræðum saman Pippið og súkkulaðidropana.
Hellum súkkulaðiblöndunni yfir poppið og hrærum vel.
Hendum kexinu saman við og hrærum, hrærum og hrærum.
Inn í ísskáp í góðar 30 mínútur. Sleikja skeiðina, skurðarbrettið og pottinn.
Sennilega jafn gott og að fara í sleik við Gordon Ramsay.
Hrikalega ljúffengt. Alveg hrikalega.
Heyrumst.
Praise the baby jeeesus, þetta lúkkar dásamlega!
ReplyDeleteEngar hnetur + piparmynta er best, nammnammnamm :) :)
xx H