Glimmernaglalakk. Minn besti vinur og helsti óvinur. Dásamlega fallegt en ó svo óþolandi. Það er eiginlega fátt erfiðara en að ná þessum fjanda af nöglunum. Næstum eins og að fæða barn.
Það eina sem dugar er að bleyta bómullarhnoðra í acentoni, leggja á nöglina og pakka henni inn í álpappír. Gefa þessu sirka fimm mínútur og fokking glimmerið rennur af.
Stundum borða ég alveg hollt. Fátæklegt salat fékk alveg dásamlega andlitslyftingu um daginn þegar ég smellti þessum ostaflögum yfir það. Þetta er einhver svona þurrkaður ostur. Held ég. Ég veit ekki. Ostur er góður í hvaða formi sem er. Gæti baðað mig upp úr mygluostum alla daga. Alltaf.
Uppáhalds hárgreiðslan þessa dagana. Þarf ekki einu sinni að greiða mér. Hárband á hausinn og troða hárinu ofan í.
Fæða fyrir sálina. Þegar sálin er lúin þá er þetta eina leiðin til þess að lyfta henni upp.
Eh. Næstum eina leiðin. Þetta er fjári fín leið líka.
Nei. Ég kaupi aldrei dýrt vín. Þetta rennur allt jafn auðveldlega ofan í mig. Óþarfi að spreða.
Ég var að skrölta um Smáralindina í dag. Datt inn í Megastore að venju. Þar fann ég þessa ljómandi fínu poppskál. Popp er auðvitað ein helsta uppistaðan í fæðu minni. Ég þarf að eiga fallegt ílát.
298 krónur. Ég læt það nú eiga sig.
Ó, ég fann líka Kool-Aid í Megastore. Ég ætla mér nú ekki að drekka það óblandað. Nei. Ég ætla í einhverjar stórfenglegar kokteilatilraunir með það um helgina. Sjáum hvað setur.
Heyrumst.
Ok. Þú reddar bara partýinu um helgina; ef mig vantar hugmyndir þá veit ég hvar á að leita; ;)
ReplyDeleteHvað með að búa til kool aid popcorn? Google it.. margar uppskriftir :D
ReplyDelete