Jul 11, 2014

Hádegisverður fyrir einn.


Fyrir einn, tjah - mögulega tvo. Tvo matgranna. Sem ég er ekki. Alls ekki.


Þessi uppskrift kemur frá einni úr saumaklúbbnum mínum fyrir austan.

Salsa með kotasælu (lítil uppskrift)

1 lítil dós kotasæla
Rúmlega hálf krukka af salsasósu
1/2 rauðlaukur
1/2 paprika
1/2 gúrka
1 tómatur

Smyrjið kotasælunni í botninn á litlu eldföstu móti. Salsasósan þar ofan á. 
Saxa grænmetið. Blanda því saman. Hella yfir.

Voilá!


Þetta salsa er gott með öllu. Hrökkbrauði, Doritosi eða bara hakka það í sig með skeið. Beint upp úr fatinu. 


Ég hefði nú skorið grænmetið smærra ef ég sæti ekki ein við átið. Á náttsloppnum. Klukkan þrjú að degi til. Að þamba 2ja lítra Pepsi max af stút. 


Agalega ferskt og gott. 

Á morgun ætla ég að bjóða ykkur upp á dásamlega fínan gjafaleik. 
Ekki missa af því.

Heyrumst.

1 comment: