Jul 20, 2014

Sunnudagsmaski.

Ég lít út eins og ósofinn fermingarstrákur á miðju kynþroskaskeiði þessa dagana. Ég er öll í bólum, þurrkublettum og öðrum ófögnuði. Að ógleymdum baugunum sem ná nánast niður að geirvörtum.

Kannski, bara kannski á ég einhverja sök á þessu útliti mínu. Ég borða drasl. Annað er undantekning. Ég drekk aldrei vatn. Bara aldrei. Mér finnst miklu skemmtilegra að vaka en sofa - þannig að ég geri alltof lítið af því. Stundum sofna ég líka kafmáluð. Jájá. Ég viðurkenni það aftur opinberlega. Það skeður samt bara stundum. Þegar ég er afar lúin. Nú eða rauðvínsmaríneruð.  

Ég ætla að fara að hugsa betur um mig. Frá og með núna. Þetta gengur ekki. 
Ég skarta líka orðið sjö hrukkum. SJÖ!

Jæja. En að máli málanna - dásamlega góðum heimatilbúnum maska sem fór á mitt illa leikna andlit fyrr í kvöld.



Ég maukaði saman hálft avacado, væna skvettu af hunangi og fáeina vatnsdropa með töfrasprota.



Mixtúrunni er smellt inn í ísskáp í svona 10 mínútur áður en hún fer á andlitið.


Maskinn má vera á andlitinu alveg í góðan hálftíma.


Ég er ennþá bólótt. Með bauga. En mjúk eins og silki get ég sagt ykkur. 

Svínvirkar.

Heyrumst.

No comments:

Post a Comment