Aug 14, 2014

Fimm hlutir á fimmtudegi.



Gíraffinn sem ég ræddi um fyrir ekki svo löngu er loksins fluttur í Breiðholtið. Hann er eftir hæfileikaríku frænku mína hana Drífu Reynis. Sómir sér ferlega vel svona á stofugólfinu. Negla nagla? Ég? 

Nei. Ekki án stórslysa.

Bíðum þangað til pabbi kemur í bæinn. 



Ég á ekki bara hæfileikaríkt skyldfólk. Ó, nei. Hún Vigga vinkona mín býr til alveg dásamlega falleg hárbönd. Hún föndrar þau í öllum mögulegum litum og útgáfum. Bæði á börn og fullorðna. Hérna má til dæmis sjá eina litla dúkkulísu skarta álíka hárbandi. 

Viggu má svo finna hér - ef ykkur þyrstir í eitt stykki band. Nú eða tvö. 

Ekki horfa á hárið á mér. Ég bölva móðurættinni og krullunum þaðan að minnsta kosti vikulega. Fokking krullur.


Matarmanían þessa dagana. Skyndihafragrautur úr Bónus. Með sýrópsbragði. Auðvitað. 
Slumma af hnetusmjöri út í og voilá - veisla. 


Það fæst svo margt fallegt í Söstrene Grene núna. Ég gekk alveg berseksgang þar í gær. Nei ókei. Ég keypti bara þessa örfáu hluti. En ég hefði vel getað gengið berseksgang samt. Ferjað síðan innkaupin heim með vörubíl. Í fullkomnum heimi. 


Á morgun ætla ég að skera þennan ananas í bita. Beikonvefja bitana og steikja. Ég er handviss um að það sé kombó sem getur ekki klikkað.

Reyndar getur ekkert sem vafið er með beikoni klikkað. Ekki að ræða það. 

Heyrumst.

5 comments:

  1. Gíraffinn lúkkar glæsilegur í rammanum! ;)

    Ég verð að eignast svona hárband, finnst það æði!
    (p.s. mér finnst hárið þitt, allveg súper flott, svona stutt!)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Auðvitað er gíraffinn glæsilegur - svo ótrúlega vel gerður! ;-)

      Hentu línu á Viggu - hún er voða ljúf og góð. Ég lofa! Þú getur valið liti í bandið alveg eins og þú vilt - haft einn lit, tvo eða þrjá. Wottever jú læk.

      Delete
  2. þurfum við ekki að sjá meira af þessum skóm??? :)

    ReplyDelete