Aug 26, 2014

Samræður fyrir svefninn.


,,Ó, mamma það er besta lykt í heimi af þér. Beikonlykt"

,,Stundum dreymir mig beikon mamma"

,,Ef maður sko borðar alltaf bara beikon mamma - sko bara beikon, ekkert meir - deyr maður þá?"

,,Heyrðu mamma, getum við gert samloku með beikoni, súkkulaði og sýrópi?"

,,Er hægt að búa til beikonís mamma?

,,Mamma, langar þig ekki stundum bara að borða heila krukku af hnetusmjöri í einum munnbita? 
Getum við gert það og farið í kapp?"


Ah, ég myndi segja að verki mínu sem uppalanda sé lokið. 

Ps. ég lykta almennt ekki eins og beikon. Steikti bara ein átta kíló í viftulausu eldhúsi í dag. Allir innanstokksmunir eru vel maríneraðir. Jú og ég líka. Það kemur auðvitað ekki út bók eftir mig án beikons. Á annarri hverri blaðsíðu. Að minnsta kosti.

Heyrumst.

No comments:

Post a Comment