Aug 29, 2014

Fimm hlutir á fimmtudegi.


Úff, brasið á mér þessa dagana. Ég er á sífelldu flandri um bæinn með fullt fang af mat. Hrikalegt vesen sem það getur verið að finna hentugan stað fyrir myndatökur. 

Ég lá einmitt hérna í garðinum í gær með svínfeita beikonsamloku á bringunni - var að reyna að ná nærmynd sko. Komu ekki þrír menn aðvífandi til þess að athuga hvort það væri í lagi með mig. "Oh my God we thought you were choking!" Nei, nei strákar mínir - bara að mynda beikonsamlokuna mína. 


Ljómandi góð kaup sem ég gerði í Hagkaup í síðustu viku. Í barnadeildinni. Þrjú pör af blúndusokkum á innan við þúsundkall. Mamma sagði að vísu að ég væri eins og trúður í þeim. Við mæðgur höfum afar ólíkt fegurðarskyn. Að minnsta kosti þegar kemur að klæðnaði. 


Það áttu sér stað nánast banvænar eldglæringar hérna í fyrradag. Almáttugur minn. Ég þóttist ætla að útbúa mér eitthvað sem kallast brownie in a mug. Þetta er einhverskonar súkkulaðikaka sem búin er til í örbylgjuofni. 

Löng saga stutt: Það þurfti að reykræsta íbúðina. Ég þurfti áfallahjálp. Rándýr örbylgjuofn féll í valinn.

Nei ég veit ekkert hvað skeði. 


Sko. Ég tengi hvers kyns stúss í eldhúsinu alltaf við jólin og jólalög. Og þar sem ég er flutt búferlum inn í helvítis eldhúsið þá var ég tilneydd til þess að hefja hlustun á þeim. Einfaldlega tilneydd. Ó, þið ættuð að sjá mig. Steikjandi beikon, poppandi og dansandi við Jingle Bells. 


Jæja. Þessi líflegi morgunverður bíður mín. 

Heyrumst fljótlega.

4 comments:

  1. hahahah nei nei strákar mínir þetta er bara ég að mynda beikon samlokuna mína ég hló upphátt !!!! góða helgi Dúllu trúðurinn minn !!!! <3

    ReplyDelete
  2. Hey hvar fékkstu þessar flottu röndóttu leggings/buxur?

    ReplyDelete
  3. mega læk á þessa blúndusokka, minna mig á sokka við skónna þegar ég keppti samkvæmisdönsum, ca 10 ára (Hvað varð um þann glæsta íþróttaferil?) i wants!
    ég er enn að spara mig með jólatónlistina (eins og að borða fyrst ysta hring á snúð og geymaaa miðjuna.) en hlakka til 1. október þá er ég all in. Og Mariah Carey Merry Christmas frá 1994 - einn besti jóladiskur, EVER. Staðreynd!

    gleðilegan 1.september, Scandal, kertaljós, myrkur á kvöldin, heimakósý og skil á The book.
    #fallingforfall #pumpkinspicelatte

    xo H

    ReplyDelete