Jæja. Það er orðið skrambi langt síðan við poppuðum síðast.
Ég er ekki að fara að baða mig upp úr súkkulaði og karamellu í þetta skiptið. Neinei. Maður étur bara súkkulaðið sitt undir rúmi þessa dagana. Helvítis meistaramánuður og allar hans ofsóknir.
Þetta er glettilega gott popp. Fyrir þá sem elska karrý. Og smjör. Og sítrónur.
Sítrónukarrýpopp:
1/2 poki Stjörnupopp
Börkur utan af einni sítrónu
3 matskeiðar brætt smjör
1 teskeið dill
1 væn teskeið gott karrý
Raspið börkinn af sítrónunni.
Bræðið smjörið, hellið því yfir poppið og hrærið vel og vandlega.
Smellið dillinu, berkinum og karrýinu saman við. Haldið áfram að hræra. Hræra, hræra og hræra.
Spes. En gott sko. Ég lofa.
Það hefði verið guðdómlegt að toppa þessar framkvæmdir með einni lúku af rifnum parmesanosti. Svona ef grammið af honum kostaði ekki 9000 kall.
Jæja, ég má ekki vera að þessu. Ég er dottin inn í Sons of Anarchy. Skil ekkert í söguþræðinum samt.
En mennirnir. Leðrið. Húðflúrin. Namm.
Heyrumst.
Ok Ok........ ég smakkaði súkkulaði popp um daginn hjá mágkonu minni og það var algjört nammi :)
ReplyDeleteSkil þetta bara eftir hérna :
ReplyDeletehttp://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/nytt-ofurfaedi-poppkorn-er-hollara-en-margt-graenmeti-og-avextir