Þið sem fylgið mér á Instagram hafið nú séð þennan oftar en einu sinni. Þetta er hann Nói minn Síríus. Ég er með krónískt ofnæmi fyrir öllum dýrum (andlegt ekki líkamlegt). Nema þessum litla loðbolta sem sigrað hefur hjarta mitt. Mögulega af því að ég sé ekki um að þrífa upp hægðirnar hans.
Í morgun lá hann á bringunni á mér í klukkutíma á meðan ég söng fyrir hann kristileg sumarbúðarlög. Það eru einu lögin sem ég kann. Fyrir utan klámfengna rapptexta með Lil´Kim.
Þetta fann ég í Nettó í gær. Nutella í tungustærð. Tveir sleikar - búmm, konan fullnægð. Súkkulaðilega séð.
Ég fékk svo ótrúlega fallega og óvænta gjöf um daginn. Hárbandakvendið sem ég er. Þetta band er unnið úr gömlu karlmannsbindi. Ég er yfir mig hrifin af því og hefði undir eðlilegum kringumstæðum skellt í eina góða speglamynd. En nei. Ekki núna.
Ég lít út eins og það hafi verið keyrt yfir mig. Sirka ellefu sinnum. Fram og til baka. Bólan á hökunni á mér er á stærð við barnið mitt. Nefið á mér er líka í undarlegum hlutföllum í dag.
En bandið - það er hin merkilega fjölhæfa María Krista sem bjó það til. Ég mæli með ferð hingað inn.
Ég sá einhverja þokkadís með fulla körfu af þessu í Hagkaupum um daginn. Þess vegna keypti ég þetta. Fullviss um að ég yrði sex on legs þegar ég væri búin að kreista þetta upp í mig. Nei. Neinei. En þetta er sniðugt. Gott á bragðið og stútfullt af vítamínum.
Dásamlega bleik lýsing í kringum Andapollinn á Reyðarfirði.
Jæja. Mín bíður ljúf stund með Fréttatímanum. Ég sé ekki betur en að Bubbi sé á forsíðunni. Það er mál sem ég þarf að skoða betur. Talsvert betur.
Heyrumst.
Ert svo mikill æðibiti :)
ReplyDelete