Ekki lagði ég af þessa helgina. Frekar en aðrar helgar. Eða alla aðra daga. Eitthvað talaði ég um hérna í byrjun október að vera með í meistaramánuði. Já það var lygi. Helber lygi.
Ég gróf upp þetta forláta kleinuhringjajárn í gær. Mamma mín átti það. Eða á það. Ég get ómögulega munað hvort hún gaf mér það eða hvort ég einfaldlega stal því. Það er að minnsta kosti ekki vinsælt innan fjölskyldunnar að lána mér nokkurn skapaðan hlut. Ég skila víst aldrei neinu. En það er önnur saga.
Ég var í glassúrvímu langt fram yfir miðnætti í gærkvöldi. Að vísu átti ég að vera að segja vel valda brandara á konukvöldi hérna fyrir austan. En það fór lítið fyrir þeim verknaði. Bölvaðir gallsteinarnir eru búnir að vera að murka úr mér lífið undanfarið.
Helvítis gallsteinar. Ég er búin að burðast með þá í sjö ár. Fresta aðgerðinni svona 154 sinnum. Eins viskulegt og það nú er. Yfirleitt eru þeir til friðs en það er svona tvisvar á ári sem ég ligg grenjandi á gólfinu og bið Guð að taka mig.
Nóg um gallsteina. Meira um mat.
Ég fór í brunch á Hótel Héraði á Egilsstöðum í dag.
Þetta voru ein stórkostleg ástaratlot.
Örlítið sársaukafull þó. Ég þarf virkilega að læra að þekkja magamál mitt betur.
30 mínútum eftir brunch: sunnudagspönnukökur hjá mömmu.
Úff.
Jæja. Ég ætla að fara að horfa á The Secret. Sjá hvort mér tekst ekki að losa mig við gallsteinana með hugarorkunni í kjölfarið.
Heyrumst.
Æ elsku Gallsteina Guðrún mín.... Viltu gefa mér uppskrift af kleinuhringjunum þínum? Er alltaf að þróa mína í átt að fullkomnun en það gengur hægt :P
ReplyDeleteThu ert flottasta stelpa sem èg hef sèd! Eg skal pokea thig a facebook :D
ReplyDeleteFór að láta taka gallblöðruna mína í sumar. Ógeðslega vont en ég var svona þrjá daga að drepast, 10 daga frá vinnu. Ekkert að mér í dag og eintóm gleði! Skelltu þér nú í aðgerð ASAP ;)
ReplyDelete