Ég fylgist ekki með fótbolta og horfði ekki á landsleikinn. Ég eyði mínum frítíma í að bardúsa með popp.
Þetta popp er hreint út sagt stórfenglegt. Svipað og að skora tvö mörk í fyrri hálfleik. Ókei. Ég horfði með öðru auganu. Karlmenn á stuttbuxum og svona. Lærvöðvar. Mmm.
Í þessar aðgerðir þarf eftirfarandi hráefni:
1/2 poki Stjörnupopp
100 grömm hvítt súkkulaði
8 stykki LU kanilkexkökur
Brjótið kexið í hæfilega litla bita.
Bræðið súkkulaðið og slettið því yfir poppið. Fram og til baka. Vel og vandlega.
Kexinu smellt út í.
Hræra duglega saman. Sleikja skeiðina.
Hendið þessu inn í ísskáp í góðan hálftíma.
Stökkt kanilkexið. Saltað poppið. Sætt súkkulaðið. Namm. Fullt hús stiga.
Heyrumst.
ok get ímyndað mér þetta sé killer með mjólkursúkkulaði! (hvítt er stundum aðeins of væmið og klígjugjarnt fyrir minn smekk) verst er að stjörnupopp fæst ekki hér, það er bara miklu betra.
ReplyDeleteen KUDOS með kanelkexið, allt kanilbragð er jólalegt...!! 'tis the season to be jolly, fa la la la la. Spennan magnast!
Freistaðist til að kaupa jólastjörnu (pottablómið) í dag, ákvað að slaka aðeins. IKEA jólaferð hins vegar á dagskránni um helgina.
xoxo H
fyrst kanel svo kanil. damn you danska.
Delete