Oct 16, 2014

Fimm hlutir á fimmtudegi.


Ó, sjáið þið hvítu tindana? Lítum bara fram hjá þessu bölvaða græna grasi. Það eru svo gott sem komin jól.  
Ég hugsa að ég hendi upp einni seríu um helgina. Eða fimm. 

Ég er búin að sitja á höndunum á mér síðan í ágúst. Get ekki meir. 
Það eru að koma jól í Ikea. Það eru að koma jól hjá mér. 


Ég eyddi óþarflega löngum tíma í að læra þetta í gærkvöldi. Að brjóta skyrtu úr þúsundkalli. Í augnablikinu er ég að æfa mig í að gera skyrtu með bindi og kjóla. Jájá. Ég fór sérstaklega í hraðbanka í dag til þess að ná mér í seðla. Stefnir í eitt undarlegt áhugamál. 

Hérna er kennslumyndbandið sem ég notaði. 



Ég hoppaði hæð mína þegar ég rakst á þetta í Krónunni í dag. Hvítt Twix. Já, sælir eru einfaldir. Einfaldir sykurfíklar. Eins og að bíta í himnaríki. Eða Simon Cowell. Mmm.



Ég bjó í fyrsta skipti til guacamole áðan. Það var svo gott að mig langaði að smyrja því á mig og þvo mér svo eins og köttur. Algjört hnossgæti. 

Ég notaði þessa uppskrift. 


Einhversstaðar las ég að það ætti að geyma steininn úr avacadoinu í maukinu. Þá verður það síður brúnt og ljótt. Trix sem svínvirkar. 



Stundum mála ég mig með glimmeri. Stundum tek ég sjálfsmyndir og set á helstu samfélagsmiðla.
Án þess að skammast mín. 

Ég hef fengið nokkrar fyrirspurninir um hvurslags glimmer ég nota í þessar gjörðir. 


Ég nota nú bara smágert föndurglimmer. Yfirleitt nota ég vax til þess að halda því á augnlokinu. Mér finnst það virka best. Vax eins og maður setur í hárið á sér já. Hárvax og föndurglimmer - búmm, ég er klár í slaginn.

Það virkar líka ágætlega að nota blauta augnskugga undir glimmerið. Hárgel hef ég líka notast við. Aloe Vera gel á einhverjum tímapunkti. Kona reddar sér.

Jæja, gucamole-ið er farið að garga á mig úr ísskápnum. Já ókei, rauðvínið líka.

Heyrumst.

4 comments:

  1. Like á glimmerið - ætla sko að prófa þetta núna þar næstu helgi á ballinu og barasta líka um áramótin;.... Já ég er líka mikið jólabarn; elska að dunda í undirbúningnum fyrir jólin með jólatónlist og jólaöli - mmmm; er farin fram að láta mig dreyma um jólin :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Já og þú tekur þig bara asskoti vel út með þetta flotta glimmer; og falleg fyrsta myndin af tindunum hvítu ;)

      Delete
  2. hahah takk fyrir að hafa þorað að svara glimmer spurningunni á instagram um daginn :D kv. Jólabarnið sem vil setja glimmer á allt...

    ReplyDelete
  3. bwahahahha..... "..mig langaði að smyrja því á mig og þvo mér svo eins og köttur." Djöfull finnst mér þú alltaf hnittin :D

    ReplyDelete