Jú. Jújú. Þið sjáið rétt.
Þetta eru kartöfluflögur með súkkulaði, karamellu og karamellukurli. Ekki hætta að lesa. Hættið bara að dæma. Þetta er merkilega gott. Ég lofa.
Í þetta þarf:
Kartöfluflögur með saltbragði (helst rifflaðar, af því rifflað er alltaf betra)
Mjólkursúkkulaði
Rjómakaramellur
Karamellukurl
Bræðið súkkulaðið og karamellurnar. Ég setti örlítinn rjóma með karamellunum.
Dreifið úr snakkinu á bökunarpappír.
Ó, skvetta og sletta öllu yfir. Bæði súkkulaði og karamellu. Sleikja alla putta og skeiðar.
Ein lúka af karamellukurli yfir allt saman. Eða bara - þið vitið, heill poki. Það virkar líka fínt.
Lyktin af þessu er unaðsleg og bragðið ekki síðra.
Meistaramánuður er alveg að verða búinn. Löngu kominn tími til þess að bugast.
Eigið ljúfa og góða helgi mín kæru.
Heyrumst.
No comments:
Post a Comment