Oct 7, 2015

Í fínni kantinum


Hversu mikið getur ein kona fjasað um kjóla? 

Ehm, alveg ógeðslega mikið. Augljóslega. 

Kjólar. Af hverju kjólar? Alla daga, alltaf. (Ég ímynda mér að þið séuð að velta þessu fyrir ykkur. Þó sennilega standi flestum á sama hvort ég klæðist kjól, buxum eða klepruðum nærbuxum). 

Klepraðar nærbuxur. Oj. Þið finnið mig aldrei í slíku. Enda er ég almennt sjaldan í nærbuxum.
Hah, djók. Eða já. Nærbuxur eru óþægilegt fyrirbæri. Einmitt já.

Ókei. Kjólar. Ekki nærbuxur. 

Kjólar eru öryggisnetið mitt. Hafa verið það síðan ég var unglingur. Ég á auðvelt með að finna kjóla sem passa. Buxur eru allt annar handleggur. Eða hafa verið það í gegnum tíðina. Kjólar hafa svolítið verið vinir mínir í gegnum súrt og sætt. Þykkt og þunnt - bókstaflega. Ég hef alltaf getað smeygt mér í kjól, sama hvaða kona hefur mætt mér í speglinum hverju sinni. Buxur, tjah - þær hafa ekki alltaf verið mér hliðhollar. Bölvaðar. 

Kjólar eru líka eitthvað sem ég nota til þess að undirstrika að ég sé kvenmaður. Ég er svoddan helvítis bredda. Þokki minn er á pari við starfsmann á olíuborpalli. 


Ó, ég rakst á þennan um helgina. Í Vero Moda. Ég var að aðstoða systur mína við afmælisgjafakaup. Við keyptum auðvitað enga afmælisgjöf. Af því ég eyddi góðum 45 mínútum inni í mátunarklefa að rökræða við sjálfa mig. 

Ég er mjög léleg aðstoðarkona. 

Ég er talsvert betri í rökræðum. Sérstaklega við mig sjálfa. Ég sannfærði mig einfaldlega um að ég ætti ekki nóg af fötum í fínni kantinum. Ég er ágæt í hversdagsdeildinni. En fínni deildin - hana má bæta. 

Það var eins og við manninn mælt. Kjólinn var seldur. Settur í poka. Ég húrrandi hress. Systir mín eitthvað minna. 


Róleg, Tyra Banks.


Þetta er það sem við í bransanum köllum bedroom eyes.

Já, sambýlismaðurinn er stálheppinn maður.



Og að öllu gríni slepptu - dásamlega fallegur kjóll. Sem kjólablætiskerlingin á olíuborpallinum er ferlega ánægð með. 

Þið finnið mig á bæði Snapchat og Instagram - gveiga85.

Heyrumst.

No comments:

Post a Comment