Epli eiga líka að vera voðalega heilsusamleg. Þau eru mjög steinefnarík og innihalda pektín sem getur átt þátt í að lækka kólestrólmagn líkamans - sem ég þarf á að halda þessa dagana þegar ég ét pylsur og franskar í hvert mál. Epli eru einnig sögð hreinsandi fyrir lifrina. Ekki slæmur eiginleiki þegar maður á það til á fá sér aðeins of mörg hvítvínsglös svona annað slagið.
Epli eru nú líka ágætis megrunarfæða. Ekki nema kannski 50 kaloríur í meðalstóru stykki. Að vísu helst ég ekki södd af eplum nema í kannski 10 mínútur. En ég er örugglega einsdæmi þar sem ég er hvort eð er alltaf svöng.
Þau innihalda andoxunarefni og hjálpa til við að hreinsa meltingaveginn. Já epli eru holl og góð - sérstaklega með heilum haug af hnetusmjöri!
No comments:
Post a Comment