Í minn graut fer:
Tæplega 1 dl gróft haframjöl
Sama magn af mjólk og vatni
Rúmlega msk af hörfræjum (svo hann renni nú ljúflega í gegn)
Rúsínur
1/2 banani
Þegar hann er vel soðinn og klár set ég 1 msk af kókosolíu og hræri þangað til hún bráðnar.
Lyktin sem kemur er dásamleg! Manni langar miklu frekar að smyrja grautnum á sig heldur en að borða hann. Svo verður hafragrauturinn svona hálf rjómakenndur - nó djók. Ótrúlega hollt og gott!
No comments:
Post a Comment