Nov 14, 2012

Uppáhalds.


Ó þessi bók hefur fylgt mér síðan ég var 15 ára. Sem er óþægilega langt síðan. Hún á sérstakan stað í hjarta mínu og bókahillunni. Ég gæti trúað að ég hafi líklega lesið hana yfir hundrað sinnum. Bíómyndina sem byggð var á bókinni elskaði ég hinsvegar ekki. En titillagið var uppáhalds.


Það þarf engin orð að hafa um þetta safn. Ég tek regluleg maraþon og verð aldrei leið á vinkonum mínum. Svo ég tali nú ekki um Mr. Big. Úff, stundum langar mig að faðma sjónvarpið. Og kannski kyssa það smá. Ég get ekki beðið eftir jólafríinu því þá er eitt stykki maraþonáhorf á áætlun. Vildi samt að ég ætti safnið sem lítur út eins og skókassi - það er svo miklu meira lekker.


Þetta bodylotion er dásemdin ein! Maður lyktar eins og nýbökuð súkkulaðikaka. Eða svona næstum því. Lyktin er allavega ómótstæðileg. Nei, þetta er nú ekki lífrænt og ekki búið til úr dauðhreinsuðum þara. Örugglega stútfullt af bráðdrepandi aukaefnum en ég elska það. Fæst í Bónus á innan við fimmhundruðkall!


Uppáhalds bíómyndin mín, ávallt og að eilífu. Hún lítur nú ekkert sérlega vel út á þessari mynd með þessum danska titli. En verið óhrædd, hún er ekki dönsk - bara keypt í Danmörku. Hún heitir Fried Green Tomatoes og er yndisleg. Sá hana þegar ég var krakki og hún hefur fylgt mér alla tíð síðan. Mæli eindregið með henni - þeir sem eru að kafna úr áhuga geta séð trailerinn hér.



No comments:

Post a Comment