Nov 25, 2012

Lúxusmorgunverður.

Þessi morgunmatur er örlítið meiri fyrirhöfn heldur en að hella sér kornflexi í skál. En þetta er samt fljótlegt, hollt og gott!


Morgunlummur:

1 bolli hafrar
1 bolli ab mjólk
1 egg
2 msk olía
1/4 bolli spelt
1 tsk hunang 
1 tsk lyftiduft
kanill eftir smekk
glás af rúsínum

Það er ekkert sérstakt trix við að koma þessu saman. Bara hræra þangað til þetta lítur út eins og grautur. 


Svo er einni góðri skeið smellt á heita pönnu. Ekki pressa ofan á lummuna fyrr en þið snúið henni við. 


Mér tókst að sjálfsögðu að brenna eitt stykki vel og vandlega. Ekki fara að horfa á sjónvarpið á meðan þið eruð að baka þær. Það þarf að fylgjast nokkuð vel með þeim.


Sko! Þessi líka dýrindis morgunverður. Lummurnar eru agalega góðar með smjöri og osti. Líka gott að hafa bara fullt af hnetusmjöri á þeim. En hnetusmjör er auðvitað gott með öllu. Ég hef engar útskýringar fyrir þessari kókdós á myndinni. Ég er fíkill. 


No comments:

Post a Comment