Ég pissaði örlítið í mig úr kæti þegar ég sá að þessi var komin í búðir. Ég er algjör dagbóka- og skipulagspervert. Það er fátt sem mér finnst eins skemmtilegt og setja verkefni dagsins í dagbók og gera svo ,,tjékk" við þau þegar þeim er lokið. Fullnæging? Já, pínu!
Ó þetta kerti! Lyktin er guðdómleg. Ég elska þau og er alltaf með nokkur í gangi en það er hægt að kaupa þau stór og smá. Ég hef keypt mín bæði í Bónus og Nettó. Þau fást örugglega í flestum búðum. Mæli eindregið með þeim ef þið viljið góða lykt inn á heimilið.
Svo við höldum nú áfram í góðu lyktunum, þá held ég að mér finnist þetta ilmvatn bara nokkuð gott. Það er reyndar ekki komin nema tveggja daga reynsla á það en mér líkar vel enn sem komið er. Að vísu finn ég lyktina af sjálfri mér þegar ég er með það og það pirrar mig dálítið. Það er ekkert gott að vera með ilmvatnslykt í nösunum allan daginn. Ég hef eiginlega líka fundið ilmvatnsbragð af kaffinu mínu síðustu tvo daga - og nei það er ekki gott. En lyktin er mjög góð, þó ég sé ekki alveg búin að ákveða hvort ég geti tekið ástfóstri við henni.
Kósýsokkar eru og munu alltaf vera í uppáhaldi. Ég keypti þessa á 259 kr. í Megastore í fyrra. Góð kaup það! Ég á fleiri pör og nota þá óspart. Heima hjá mér og jafnvel annarsstaðar. Guðmundi ekki til svo mikillar gleði. En þeir eru bara svo hlýjir og notalegir að stundum get ég ekki fengið mig til að fara úr þeim.
Að lokum er uppáhalds að taka örlitla lærdómspásu á miðjum degi og skríða aaaðeins upp í rúm í staðinn fyrir að hanga á Facebook. Þessar pásur geta þó verið hættulegar því þær eiga það til að vera fremur langar og enda stundum með tveggja tíma lúr. En bara stundum.
Ég er einmitt nýkomin úr einni notalegri rúmpásu. Hrikalega endurnærandi - mig langar ekkert að fara aftur upp í rúm og sofa fram á morgundag. Alls ekkert.
það pirar mig einmitt líka soldið þegar ég finn ilmvatnslyktina af sjálfri mér, kannski er þad samt bara ágætt þá veit maður að maður ilmi amk vel! & líka ef maður finnur hana ekki þá kannski vill maður sprauta full miklu á sig & kæfa alla aðra! haha ;) en annars er ég áhugasöm um þetta ilmkerti er það að svínvirka?
ReplyDeletesorry með að ég sé að spamma færslunar þinar! haha ;)
hahahahahahaha. ég elska að þú spammir færslurnar mínar! spam away! mér finnst þú svo skemmtileg, you know!
Deletejá ilmkertið er að svínvikra sko - alveg hrikalega góð lykt. ég sem er ekki mikill vanillu-fan samt sem áður. en ég elska þetta kerti. það eru líka til fullt af fleiri lyktum. margar mjög góðar!
nei og ég kann eiginlega ekki að meta að finna of mikla lykt af sjálfri mér - og ekki heldur þegar ég finn enga lykt! þetta er erfitt mál sara hrönn!