Dec 1, 2012

Áramótanauðsynjar.

Mér finnst fátt skemmtilegra en að mála mig um áramótin. Þá er allt leyfilegt og ég get farið eins langt yfir glimmer-strikið og mig lystir. Það er ýmislegt sem ég væri til í að eiga fyrir þessi áramót.


Mig langar í þessi augnhár. Ég er reyndar alveg hryllilega léleg í að klína þessu á augnlokin á mér - þrátt fyrir miklar og strangar æfingar. Puttarnir á mér eru bara alveg fáránlega fyrirferðamikilir og ekki ætlaðir í svona nákvæmisvinnu. Burtséð frá því þá fást þessi augnhár hér.



Glimmer-augnskuggi frá Make Up Store. Ef þessi búð væri með vefverslun þá sæti ég í skuldafangelsi. EKKI segja mér ef það er til slík búð - ég hef nefnilega ekkert leitað. Af einskærum ótta við að finna hana. Ég á nú samt helling af svipuðum augnskuggum. En það er bara ekki til neitt sem heitir að eiga OF mikið af snyrtidóti. Né glimmeri.


Svartir steinar til þessa setja punktinn yfir i-ið. Taka sig vel út til dæmis í ytri augnkrókunum. Eða bara hvar sem er. 

Ó svo fallegir bláir steinar. Kannski ekki áramótalegir en alla aðra daga væri ég til í að líma þá á mig.


Eldrauður varalitur frá Make Up Store. Ég elska rauðar varir. Ekki á sjálfri mér að vísu. En öllum öðrum. Ég þarf að fara að æfa mig í að brúka þennan lit. 

Ég gat auðvitað ekki setið á mér. Vefverslun með Make Up Store vörur er fundin. Hún er hér. Þá er best að kyssa desemberuppbótina bless. Sko uppbótina hjá sambýlismanninum. Ekki fékk aumingjans námsmaðurinn krónu.



No comments:

Post a Comment