1. Sonurinn að fá sitt hefðbundna klór á bakinu fyrir svefninn.
2. Ég hef eytt ófáum stundum í það að horfa á hann sofa síðustu fimm árin. Svo kyssi ég hann hrikalega mikið og kúri hjá honum tímunum saman - því hann getur jú ekkert mótmælt þegar hann er sofandi.
3. Ég bugaðist oft og mikið í vikunni. Þá hendi ég mér yfirleitt inn í rúm og væli vel yfir því hvað lífið er ósanngjarnt. Það verður seint hægt að segja að ég tækli prófalærdóm með stökustu ró.
4. Ég er kaupsjúk allsstaðar. Sama um hvaða búð ræðir. Stundum versla ég eins og ég reki heilt munaðarleysingjahæli en ekki litla þriggja manna fjölskyldu.
5. Glimmerkaup. Ekki til jólaföndurs. Ef ég þekki mig rétt verð ég komin með neglurnar ofan í þau innan tíðar. En það er bannað að opna þau fyrr en eftir próf.
6. Sambýlismaðurinn kann að gleðja. Honum finnst ég líka svo skemmtileg þegar ég er aðeins búin að fá mér.
7. Föstudagurinn okkar fór í leikskóla- og lærdómsfrí. Á svoleiðis dögum bökum við, horfum á teiknimyndir og borðum nammi í öll mál. Nauðsynlegt fyrir geðheilsuna.
8. Örlítið forskot á sæluna. Ég var hálf eirðarlaus í gær þannig að jólatréð var rifið fram í öllu sínu veldi.
9. Það tók á fyrir fagurkerann að horfa á soninn skreyta. Almáttugur, ég þurfti sko að sitja á höndunum á mér til þess að fara ekki að skipta mér af. En svo fór hann að sofa og þá reif ég allt af trénu og skreytti það aftur. Ég verð líklega ekki krýnd mamma ársins þetta árið.
HAHAHA! þú ert svo vangefið fyndin!
ReplyDeletep.s. innan skams mun ég vera farin að followa þig á insta líka. það verður vandró en mig vantar fleiri virka einstaklinga til að followa - mínir hafa bara ekki undan að gleðja mig þar.
hahahahaha. þú ert svo gleðilegur kommentari!
Deletefinndu mig á insta - það er gveiga85! :)