Dec 21, 2012

Gærkvöldið.





Ég afrekaði það að pakka inn heilum tveimur gjöfum í gærkvöldi. Neðstu myndirnar eru augljóslega ekki af jólagjöf. Heldur er þetta sængurgjöf handa lítilli glimmerdís sem fæddist fyrir viku og ég hef verið of lasin til þess að að fara og knúsa hana. Það hefst vonandi í dag. 

Það bara verður að eiga sér stað í dag. Áður en sambýlismaðurinn fer í jólafrí og getur laumast með í heimsókn. Það væri stórhættulegt. Hann er nefnilega með eggjastokkana í þessari fjölskyldu. Við ættum líklega fleiri en fimmtíu börn ef hann fengi einhverju ráðið. 


Ómissandi hluti af því að pakka inn gjöfum. Ég geri reyndar yfirleitt mun meira af því að éta heldur en að pakka. En það eru nú eiginlega komin jól. Þá má allt.

Ég hafði líka pínu áhyggjur af þessum heimsendaspám. Þannig að mér fannst vissara að borða nóg í gærkvöldi. Svona ef það væri mitt síðasta. 

No comments:

Post a Comment