Dec 20, 2012

Guðrún ♥ piparsleikjó.

Ég elska piparsleikjóa. Svo mikið að ég er búin að hanga á netinu síðustu tvo tímana að leita mér að svona kassa.


Ég vill helst getað pantað þetta bara á netinu. Ekki hringja í einhverja heildsölu og grátbiðja starfsfólkið um að selja mér kassa af piparsleikjóum. En nei, netið ætlar að bregðast mér að þessu sinni. Ég er ekki að finna þetta - að minnsta kosti ekki einhversstaðar þar sem möguleiki er á að fá þetta sent til Íslands. Djöfulsins.



Ég fer í sjoppuna á hverju kvöldi eins og illa haldin heróínfíkill til þess að versla mér nokkra. Nokkra sem eiga að endast mér lengur en eitt kvöld. En það skeður aldrei. Alltaf skal ég hakka þá alla í mig sama kvöldið. Ég hætti ekkert þó að það sé nánast farið að blæða úr tungunni á mér.

Í gærkvöldi var ég að reyna að hemja mig. Ætlaði sko ekki í sjoppuna. Þegar líða tók á kvöldið var ég nánast búin að ganga af sambýlismanninum dauðum. Hann rauk út um dyrnar og kom heim með fullan poka af dópinu mínu. Þessi elska. Og ég á meira að segja nógu marga í afgang til þess að troða í andlitið á mér í kvöld.

Í síðustu viku var litla systir mín að bugast í prófalestri. Mér fannst ég alveg ógeðslega fyndin þegar ég bjó til þennan glaðning og sendi henni:


Ég hló vandræðalega mikið að þessu. Það er nú eiginlega hálf vandræðalegt hversu mikið ég hlæ að eigin fyndni svona almennt - en það er önnur saga.

Mæli með piparsleikjó. Við öll tækifæri. Alltaf.


No comments:

Post a Comment