Dec 11, 2012

Hæ Ebay!

Sjúka konan lét það eftir sér að versla örlítið áðan. Ekki hið hefðbundna glingur sem ég myndi nota til þess að skreyta sjálfa mig heldur spariföt fyrir símann minn. Við erum óaðskiljanlegt teymi og það bara gengur ekki að hafa hann alltaf í sama hulstrinu.

Verst er að þessi kaup fóru fram á ebay sem er algjört bannsvæði á mínu heimili. En ég er búin að kaupa kjúklingaleggi í matinn og er að fara að baka eitthvað gotterí þannig að það mýkir sambýlismanninn vonandi aðeins. Rétta leiðin að honum er nefnilega ávallt í gegnum magann. Dýrmæt lexía sem síðustu sjö ár hafa kennt mér.

Ó ég sá svo margt fallegt. Hefði alveg getað pantað mér 10 stykki. En ég reyndi að halda geðveikinni í lágmarki.








Ég valdi mér á endanum þetta hérna:


5 dollarar! Það er nú bara næstum því gefins. Þetta er á leiðinni til mín frá Hong Kong í þessum skrifuðu orðum.

Mér á nú ekki eftir að finnast leiðinlegt að skella símanum mínum í gyllt glimmerhulstur. Það er á hreinu.



5 comments:

  1. hahahah! ebay, vei!

    p.s. ég pissaði á mig yfir blúndu.

    ReplyDelete
  2. þetta er allt þér að kenna sko. þetta ebay rugl. hafðu það á hreinu!

    ReplyDelete
  3. ég geri mer fulla grein fyrir því. fyrirgefðu þegar gummi hendir þér út á gaddinn - nóinn tekur vel á móti þér þegar það gerist. Þar djúsa allir stíft á ebay!
    linda <3 ebay!

    ReplyDelete
    Replies
    1. þú ert ekkert óhult ef gummi hendir mér á dyr! hann kemur örugglega á eftir þér til þess að lemja þig. hann er sko fimmfaldur íslandsmeistari í glímu!

      Delete
  4. í nótt stillti ég vekjaraklukkuna mína til að geta boðið síðasta boð í item á ebay rétt áður en uppboðstíminn rann út. ég vann itemið.
    en mögulega þarf ég aðstoð við sjúkleika mínum.

    ReplyDelete